Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 20

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 20
Kyndill Nazisminn og forráðamennirnir bók, sem fundin var upp til pess að réttlæta framferðið. En það er hlegið að henni af hverjum manni, sem þekkir ástandið í Pýzkalandi nú. Þinghússbruninn 27. febr. er kenndur holienzkum manni, sem á að hafa verið komm- únisti. Hann finnst í byggingunni á skyrtunni einni. en er þó svo gætinn að hafa alla pappíra sína á sér, eins og það væri eitthvað öruggara við slíkt verk. Og á myndum þeim, sem lögreglan tekur af honum er hann hinn rólegasti með eldspýturnar í hendinni, eins og hann sé að sitja fyrir! óhætt er að segja, að um öll lönd þótti þessi saga afar-grunsamleg, og ekki síður er það fréttist, að van der Lúbbe væri strokinn úr fangels- inu. En 28., daginn eftir, komu lögin um verndun þjóð- arinnar frá kommúnistahættunni, þar sem öllum ákvæð- um stjórnarskrárinnar um friðheigi heimilanna, verndun eigna og frjáls afnot pósts og síma var á burtu kippt. Viðvíkjandi ríkisþingsbrunanum eru þessar staðreynd- ir kunnar nú: í rikisþinghúsbyggingunni var kveikt af nazistum sjálfum. Mennirnir, sem það gerðu, komu eftir undir- göngum úr embættisbústað Görings forseta þingsins og fóru þangað aftur og klæddust þá einkennisbúning- um nazista. Þann 27. febr. voru þeir allir í Berlín Hitler, Göbbels og Göring, og biðu eftir eldinum sínum, segir „Manch. Guardian", þó að kosningabaráttan stæði upp á það hæsta. 1 húsinu fundust hingað og þangað hrúg- ur af olíuvættum spánum, sem sanna að það þurfti langan tíma, mikið næði og fullkomið öryggi til þess að stofna til íkveikjunnar. Kommúnistaskírteini Lúbbe 14

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.