Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 49

Kyndill - 01.03.1933, Blaðsíða 49
Við eldana Kyndill gegn pessum réttarbótum af öllum mætti, meðan þeir treystust til þess. En fylgi alþýðunnar við þessar kröfur fór sívaxandi, og íhöldin óttuðust um kjörfylgi sitt. Þess vegna var það ráð upp tekið að setja 21 árs aldurstak- niarkið á stefnuskrár þessara flokka. En þetta dugði ekki heldur til lengdar. Kjósendurnir kröfðust þess, að stefnu- skránum yrði framfylgt, en íhaldsflokkarnir sýndu þess lítil merki, þar sem þeir hundsuðu hvað í hvað tillögur Al- Þýðuflokksþingmannanna, er gengu í þessa átt. En svo kom nýr skriður á málið; íhaldsflokkurinn fékk að kenna á ranglæti kjördæmaskipunarinnar árið 1927 við alþingis- kosningar, og enn áþreifanlegar við þingkosningarnar 1931, Þegar 36 °/o af kjósendum þjóðarinnar fékk meiri hluta Þingmanna. (Framsóknarflokkurinn fékk 23 þingmenn af 42.) Baráttan fyrir stjómarskrárbreytingunni gekk samt hægt; 'haldsflokkurinn var hvergi nærri heill í málinu og keypti yið Framsókn um ársfrest gegn því, að fá Magnús Guð- hiundsson í samsteypustjórnina. En íhaldið gat ekki svikið gersamlega. Kjósendurnir heimtuðu breytingu í réttlætis- áttina. Úrslitin urðu því þau, að nokkur lagfæring fékst á ranglætinu með því, að 11 þingsæti skulu koma til upp- íafnaðar milli flokkanna í samræmi við fengna atkvæðatölu, (sbr. frv. til breyt. á stj.skránni, samþ. á síðasta alþingi). Þessa breytingu sættu allir flokkar sig ,við í bili til sam- komulags. Má þess vegna telja líklegt, að hún verði sam- Þykt á næsta Þiagi. hvernig svo sem úrslit kosninga verða. hn hinar tvær aðalbreytingarnar um rýmkun kosningarétt- arins eru einvörðungu komnar inn fyrir harða baráttu Al- Þýðuflokksins. En nú á kosningafundum hælist íhaldið um, að unga fólkið fái sjálfsögð réttindi, sem hver fjárráða fnaður eigi heimtingu á, og fátæklingarnir, ,sem af ósjálf- raðum orsökum þurfa að leita hjálpar hins opinbera, þeir eigi sannarlega að halda þessum mannréttindum. Um þessa hugarfarsbreytingu íhaldsins má að vísu segja gott orð: 43.

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.