Kyndill - 01.03.1933, Síða 26

Kyndill - 01.03.1933, Síða 26
Kyndill Nazisminn og forráðamennirnir um var haldið áfram. Hér höguðu nazistar mispyrming- unum pannig, að Budig var rifinn úr öllum fötum og laminn miskunnarlaust þangað til hann var fallinn í óvit. Ásamt honum höfðu tvær konur verið teknar. Þær voru ekki lamdar, en píndar til að horfa upp á mis- pyrmingarnar á hinum afklædda manni. Þær fengu óstöðvandi grátkrampa af viðbjóði og hræðslu. Þetta er algeng aðferð nazista nú, að láta konur, sem er haldið. horfa upp á misþyrmingar vina sinna eða vandamanna, unz þær eru orðnar hálf vitfirtar. Oft er þeim misþyrmt á sama hátt. Það er alsannað mál, að það er höfuðyndi nazista að pína ofani í fórnardýr sín laxerolíu og lemja þau síðan unz meðalið fer að verka I húsakynnum fas- ista hafa farið fram svo hryllilegir glæpir, að þeim verður ekki með orðum lýst. Þetta eru verðir siðgæðis- ins, kristninnar, föðurlandsástarinnar, spámenn framtíð- arinnar, skaparar hins nýja ríkis, sem á að vera laust við alla auðmenn og alla öreiga! Fyrirmyndir landeyðu- skrílsins, sem kennir sig við þjóðernisstefnu hér. Hans Spiro hét foringi baráttuliðs í einu íþróttafélagi jafnaðarmanna. Áhlaupasveitarmenn tóku hann og drógu í hús nazista í Prinzenstrasze. Þar var hon- um misþyrmt. Því næst var farið með hann í Hede- mannstrasze og misþyrmingunum haldið áfram. Síðan hverfur hann um hríð. Nú er nýbúið að draga hann upp úr einum skurðinum við Spree skorinn á háls. Þetta verður að nægja. Þannig gera frelsarar þjóð- arinnar reikningana upp, eins og fyrirboðið hefir verið. Ég veit ekki hve margt væri upp að telja. „Eftir 10 ár 20

x

Kyndill

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kyndill
https://timarit.is/publication/386

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (01.03.1933)
https://timarit.is/issue/306348

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (01.03.1933)

Gongd: