1. maí - Reykjavík - 01.05.1939, Blaðsíða 14
12
l.MAí 1939
Ólafur H. Guðmundsson:
IÐNAÐURINN
Einn aSalatvinnuvegur okkar Islend-
inga er iðnaðurinn. Hann á sér að vísu
ckki langa sögu sem einn af aðalal-
alvinnuvegunum, en hann hefur vaxið
hröðum skrefumi nú hin allra síðustu
ár. Iðnaðurinn hefur að verulegu leili
bælt úr þeim vandræðum, sem skapast
hafa við atvinnurýrnunina við sjávar-
útveginn, þótl hvergi sé nærri að liann
hafi orðið til að útrýma atvinnuleysinu.
Allar þjóðir liins menntaða heims
vinna aö því al’ kappi að verða sjálfum
sér nógar á sem flestum sviðum, og það
er ekki hvað minnst komið undir iðn-
aöinum hverl sjálfstæði þjóðarinnar er
í viðskiptamálum, enda leggja þær alll
kapp á að auka og fúllkomna iðnaðinn.
eftir því sem fi-amast má verða.
Hvernig er þá um að litast hér livað
iðnaðinn snertir?
Pað er að vísu svo, að iðnaðurinn hef-
ur vaxið vendega hin síðari ár, en þó
engan veginn svo, að ekki sé full á-
slæða til að leggja kapp á aukningu
ýmiss þess iðnaðar, sem hér er rekinn,
og að koma á fót framleiðslu iSnvarn-
ings, sem nú er fluttur inn í landið full-
unninn, en möguleikar eru á að fram-
leiSa hér. Með því mælti spara þjóð-
inni verulegan erlendan gjaldeyri og
jafnframt auka atvinnu þjóöarinnar
við þaS að framleiSa ýmsar vörur, sem
hún kaupir nú fullunnar frá öðrum
þjóSum.
Til þess að nefna dæmi l'rá þeim iSn-
aSi, sem hér er rekinn, en auka mætti
að verulegu leyti,má benda á járnsmíði.
Með því að viðgeröir íslenzkra skipa,
færu íram hér, að svo miklu ley.ti sem
við verSur komið, ykist atvinnan í þess-
ari iðngrein til mikilla muna. Pá má
ennfremur lienda á 'smíði timburskipa
allt að 150 smálesta, nótabáta og ann-
ara smábáta. Færi smíði alls þess flota,
sem landsmenn þurl'a af slíkum skip-
um og bátum l’ram í landinu, þá er þar
um mikla atvinnu að ræða, og auk þess
mikinn sparnaS á erlendum gjaldeyri.
Fleiri dæmi verSa ekki rakin hér, en
það er fullvísl, að svo lengi sem flutt-
ur er inn samskonar iðnvarningur og
hér ei- framleiddur, þá heiur inrilendi
iðnaðurinn möguleika til aukningar.
Til þess að hafizt verði handa með
nýja iSnaSarframleiðslu, með það fyrir
augum að þjóSin framleiði sjálf allan
þann iönað, sem tök eru á að framleiða
hér, þarf að fara fram rannsókn á því
hverjir möguleikar séu fyrir fram-
leiSslu hverrar tegundar, þaS er að
IramleiSa hana hér þannig, að hún sé
Irá þjóShagslegu sjónarmiSi samkeppn-
isfær við þá erlendu. Pá þarf einnig að
gera þaS klevft fyrir einslaklinga eða
samvinnufyrirtadvi, að ráðast í fram-
leiðslu nýiðnaðar, með ]>ví að veita
þeim hagkvaun lán til að stofna slík
fyrirtæki. Til þess þarf iðnlánasjóö, iem
eitthvað er meira en nafnið tómt, en
það verður, því miSur, ekki sagl um
þann, sem nú er fyrir ’nendi samkvannt
lögum.
I5á bei' éinnig að rannsaka ílarlega
möguleikana fyrir vinnslu íslenzks hrá-
efnis lil iðnaðar, því að engum getur
dulizt, áð þaS er ekki síður mikilvægt