1. maí - Reykjavík - 01.05.1939, Blaðsíða 20
Vlnsældlr KBO
meðal manna úr öllum sljórnmálaflokkum, byggjasf á því, að
félagíð heldur fasf víð effírfarandí grundvallarreglur sínar:
1. Félagið er verzlunarsamtök neytenda í Reykja-
vík og nágrenni og samvinnufélag samkv. lands
lögum.
2. Tilgangur í'élagsins er að útvega félagsmönnum
allskonar vörur sem vandaðastar að gæðum á
sem ódýrastan hátt.
3. Félagið verzlar aðeins gegn staðgreiðslu. Félags-
menn bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbind-
ingum þess fram yfir það, sem nemur stofnsjóðs-
eign þeirra. hvers um sig. Innganga í félagið er
frjáls öllum, er gangasl vilja undir lög þess. Fé-
lagið er algerlega óliáð um stjórnmál, trúmál og
önnur mál, sem eru hlutverki þess óviðkomandi.
4. Félagið starfar fullkomlega á lýðræðisgrundvelli
og ráöa félagsmenn sjálfir öllum rekstri þess,
þannig, að þeir kjósa fulltrúa á aðalfund, sem
kýs félagsstjórn og endurskoðendur, en félags-
stjórn ræður framkvæmdastjórn. Allir félags-
rnenn liafa jafnan atkvæðisrétt um mál félagsins
5. Til tryggingar félaginu og lil þess að standa fjár-
hagslega undir rekstri þess, eru sjóðir félagsins,
stofnsjóður og varasjóður og aðrir sjóðir, ef
stofnaðir verða. Stofnsjóður er séreignarsjóður
félagsmanna, ávaxtaður í vörslu félagsins, en
rarasjóður er sameignarsjóður allra félags
manna.