Valsblaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 3
VALSBLAÐIÐ
W JT
Halldór O. Arnason
F. 9. sept. 1903. — D. 16. nóv. 1940.
RÖEkur vann hann verk sitt inni,
Va.r í búð svo hreinn og prúður;
Trúr sem gull hann gætti að öllu,
Gjörði allt fljótt og lipur þótti.
Kurteis lund og hagvirk höndin,
Hýrlegt bros um pyngjur losar
Þeirra, er komu, kaup svo tamir
Kusu sér þar í húð, sem var hann.
Vildi hann öllum vera hollur,
Var og mál hans frásneitt táli;
Traust því vann og verka sinna
Veglegt lirós með dæmi ljósu.
Alltaf hefir ósérhlífinn
Eitthvert starf í hönd til þarfa,
Kvöðum sinnir samverksmanna,
Sífellt skjótur er til bóta.
F r. F r. (Uti og inni).
Á þrjátíu ára afmæli félagsins í næsta mánuði
getum við með fullri einurð talið það bezta
knattspyrnufélag íslands, ekki aðeins í einum
aldursflokki, heldur samanlagt í öllum flokkum.
Bak við þenna árangur liggur mikið starf og
barátta um áratugi, sem enginn fær skilið né
metið til fulls, nema sá, er í henni hefir staðið
svo árum skiptir. Árangur þenna getum við
þakkað því, að félag vort hefir átt mörgum góð -
um, duglegum og ósérhlífnum hugsjónamönn-
um á að skipa, er hafið hafa merki félagsins
til vegs og virðingar, þó nokkrir hafi borið
þar af.
Einn þeirra manna var Halldór heitinn Árna-
son, eða „Dolli í Vísir“, eins og okkur vinum
hans var tamast að kalla hann. Hann gekk í Val
með stofnun yngri deildar, fyrir ca. 24 árum, og
varð brátt einn hinna athafnamestu, er „Yngri
Valur“ fór að láta til sín taka um stjórn félags-
ins, og hefir svo verið æ síðan, eða um 20 ára
skeið. Hann hefir því keppt og starfað lengur
fyrir félag vort en nokkur annar, og tekið virk-
an þátt í allri þeirri baráttu, er það hefir orðið
og heyja, til að ná þeim árangri, sem að framan
getur. Slík barátta hefir lík áhrif á þann, er tek-
ur virkan þátt í henni, og veikt barn eða ódælt
hefir á móður sína, að henni þykir þeim mun
vænna um það, sem hún þarf að hafa meira fyr-
ir því.
Þannig var það og með Dolla heitinn. Hann
hefir nteira en nokkur annar tekið virkan þátt í
áratugalangri baráttu félagsins, sigrum og ó-
sigrum, enda unni hann Val af fullum hug og
sýndi það í orðum og verkum. Hann var rnaður
heill og óskiftur við allt það, er hann snéri sér
að, og með störfum sínum fyrir Val, í stjóm
hans, kappleikjum og öðru, hefir hann skráð
nafn sitt gullnu letri í sögu félagsins.
Þó minning hans sé í hugum vorum nátengd
félaginu okkar og hinu ötula og ótrauða starfi
hans fyrir það, þá er okkur miklu kærari minn-
ing hans sem hins trygga og glaðlynda vinar og
félaga. Vinátta hans var svo sönn og fölskva-
laus, að hún gleymist aldrei þeim, er hennar
urðu aðnjótandi. Hann var og betri félagi en
flestir aðrir, glaðlyndur og fyndinn, hjálpsamur
og ósérhlífinn. Hann var kappsamur mjög og
átti bágt með að láta hlut sinn, fyrr en í fulla
hnefana. Hann sagði og meiningu sína afdrátt-
arlaust, ef svo bar undir, en var sáttfús, ef því
var að skifta. Sakir mannkosta sinna og prúð-
mennsku var Halldóri meir til vina en almennt
gerist um svo unga menn.
Foreldrum Halldórs, konu hans og syni, er
hann unni öllum mjög hugástum, er hinn mesti
harmur kveðinn af fráfalli hans, en þeim vott-
um við alúðarfyllstu samúð okkar.
Guð blessi minningu hans.
L