Valsblaðið - 01.05.1959, Side 3

Valsblaðið - 01.05.1959, Side 3
M A í 19 5 9 12. TOLUBLAÐ VnLSBLHÐIÐ Útgcfandi: Knattspymufélagið Valur. - Félagsheimili, íþróttahús og lelkvellir að Hlíðarenda við Laufásveg. - Ritstjórn: Einar Björnsson, Frímann Helgason, Jón Ormar Ormsson og Ólafur Sigurðsson. - Auglýsinaastjóri: Friðjón Guðbjörnsson - ísafoldarprentsmiðja h.f. V________________,-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------J Hlíðarendi 20 ára Nú 'þann 10. maí eru liðin rétt tuttugu ár s-íðan stjórn Vals festi kaup á Hlíðarendaeigninni. Þar sem Hlíðarendinn kemur orðið all- mjög við sögu félagsins, er ekki úr vegi að rif ja upp eitt og annað frá kaupunum og sögu hans í eigu Vals. Fyrir þá sem ekki voru full- vaxta fyrir síðustu heimsstyrjöld, gætu tölur og viðho'rf, er þá voru fyllsta alvara, virzt nokkuð kát- brosleg miðað við aðstæður allar í dag, kaupgreiðslur, vinnufram- boð og verðgildi peninga. Til þess að skilja að með Hlíðarendakaup- unum var farið inn á nýjar braut- ir og að það va'r ekki eins erfið- leikalaust og sjálfsagt, eins og nú mætti ætla, verða menn að setja sig inn í þau viðhorf er þá ríktu hér. Frá því ég fyrst fór að taka þátt í umræðum og bollaleggingum um framtíð Vals og þarfir, man ég að forusta félagsins taldi nauðsyn, að eiga eigin æfingavöll. Aðeins þá yrði hægt að taka á móti þeim skara ungra drengja, sem þyrftu og vildu æfa knattspyrnu hjá fé- laginu. Aðeins á eigin velli væri hægt að innprenta drengjunum þann anda, sem Valur hlaut i vöggugjöf frá séra Friðrik og K FUM. Þá væri og nauðsynlegt að hafa eigið svæði til að æfa taktisk atriði knattspyrnunnar, svo koma mætti hinum félögunum að nokkru á óva’rt í kappleikum. Auk þess hafði Valur áður haft reynslu af kostum þeim er fylgdu því, að eiga eigin völl. Valur hafði gert margar til- raunir til að hasla sér framtíðar- völl, en ávallt verið hrakinn burt, e'r hann hafði lagt vinnu og erfiði í að skapa sér hann. Síðasti og bezti völlur Vals var tekinn undir núverandi Melavöll 1925. Hafði fé- lagið frá þeim tíma sameiginleg afnot af Melaveliinum með hinum félögunum. Við hvern kappleik sem háður var í 1. fl. a og b, eins og það hét þá, svo og í 2. fl. féllu æfingai- niður og voru þær þá, eins og reyndar einnig nú, oft á beztu æfingatímunum. Stóð vallarleysi félögunum því vissulega mjög fy'r- ir þrifum. Hvernig knattspyrnan komst á svo hátt stig hér á þess- um árum, við svo þröngan vallar- kost, sem raun varð á, væri hið merkilegasta rannsóknarefni fyrir hina ungu knattspyrnumenn okk- ar í dag. En á árunum 1938—1941 tel ég hiklaust að hafi verið sýnd jafnbezta knattspyrna á Islandi, fyrr og síðar. Þannig var ástandið 1938. Nýkjörin stjórn þá um vorið, einsetti sér því að reyna allar leið- ir til að ráða bót á þessu mesta böli félagsins. Leit stjó'rnin von- araugum til hins fyrirhugaða íþróttasvæðis er bærinn var að ræsa fram og undirbúa, sunnan Eskihlíðar, þar sem nú er austur- endi flugvallarins, en núverandi Flugvalla'rvegur var þá þegar lagður. Við eftirgrennslan stjórn- arinnar kom í ljós, að bærinn var þegar reiðubúinn að afhenda fé- lögunum hverju sína skák, er þau síðan fullgerðu sjálf. Tvær árang- urslausar tilraunir gerði félagið, vor og haust þetta ár, til að fá úthlutað skák fyrir starfsemi þess, á þessu svæði. Þær strönduðu báð- ar á því, að Í.S.Í. taldi sig ekki geta mælt með úthlutun til Vals, meðan hin félögin væru þess ekki umkomin eða treystu sér til að taka við sínum skákum, og gera á þeim velli fyrir sig. Þótti stjórninni þá ekki vænlegt að eiga undir svo hugsjónasnauðri Stjórn Vals 1939.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.