Valsblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 22

Valsblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 22
20 V ÁLSBLAÐIÍ) Úr félasslífmu HRAÐSKÁKMÓTI VALS er nýlokið og var í fyrsta sinn keppt um Hrók þann, sem Jóhann Eyj- ólfsson gaf. Keppendur voru 25 og var k:ppt í þrem riðium, komust tólf í ú'rslit. Sigurvegari varð Gunnar Gui'n- arsson með 22 vinninga af 22 mögulegum. Annar varð Trausti Björnsson, með 18*4 vinning, þriðji Baldur Hermannsson með 131/2 vinning, fjórði Jón Bjö’rns- son með 13 vinninga og fimmti Bragi Bjarnason með 121/2. Sem dæmi um styrkleika mótsins má geta þess til gamans, að skák- meistari ísafoldar, Björgvin Dan- íelsson hafnaði í áttunda sæti með 9 vinninga. Um skáklífið í vetur er það að segja, að nokkrar skák- æfingar hafa verið og aðsókn að þeim allgóð. Samkvæmt upplýs- ingum frá Gunnari Gunna'rssyni er ætlunin að byrja skákæfingar snemma í haust og hafa þær hálfs- ar I.B.R. að þessar upplýsingar vantar, heldur eingöngu tregðu fé- laganna að afhenda skýrslur um starfsemi sína. Ættu félögin að sjá hag sinn og sóma í því að gera ekki stjórn l.B.R. erfitt fyrir á þessu mikilvæga sviði, einkum þar sem bandalagið hefur að öðru leyti verið rekið með hinum mesta myndarbrag og mörgu góðu áork- að. I.B.R. er eins og K.R.R. hinn mikilvægasti hlekkur í samstarfi félaganna, en auk þess fulltrúi þeirra útá við, á flestum sviðum og tengiliður við yfirvöld borgar og ríkis. Hefur formaður þess um 10 ára skeið, Gísli Halldórsson arkitekt, unnið íþróttahreyfing- unni ómetanlegt gagn með forustu sinni í I.B.R. og á öðrum sviðum. I tilefni 15 ára afmælisins ósk- ar Valsblaðið bandalaginu að gagnkvæmur skilningur, virðing og samstarf félaganna megi ávallt auðkenna starf þess, þá mun það miklu áorka. Ó.S. Skíðameistari Vals. mánaðarlega, og er ekki eða efa að þær verða vel sóttar. Mikill kraftur hefur verið í b'ridge-mönnum í vetur. Hafa æf- ingar verið nær hvert mánudags- kvöld 0g aðsókn góð. Tvær keppn- ir hafa verið, tvímennings- og ein- menningskeppnir. Tvímennings- keppnin var þriggja kvölda keppni. Sigurvegarar urðu Sveinn K. Sveinsson og Jón Ingimarsson, næstir Á'rni Njálsson og Sigurð- ur Sigurðsson. Einmenning vann svo Árni Njálsson. Þrjár keppnir hefur svo Valur háð við önnur félög. Tvær við U.M.F. Aftureldingu og unnust þær báðar með 4—0. Bridge-menn að Reykjalundi unnust með 3—1. FYRSTA skemmtun vetra'rins var haldin 23. jan. s.l., var hún vel sótt og skemmtu menn sér hið bezta. Síðan hafa verið haldnar tvær skemmtanir og hafa báðar tekizt vel. Árshátíðin var haldin í Silfur- tunglinu 13. marz, og var aðsókn allgóð. Ævar Kvaran og Hjálma'r Gíslason sungu við undirleik hins gamla Valsmanns, Sigfúsar Hall- dórssonar, Valskvartettinn söng og lesin var þáttur úr félagslífinu. Stiginn var dans til klukkan tvö og áð lokum sungu allir Valssöng- inn. Á þessum skemmtunum í vetur hafa verið fluttir af segulbandi þættir ú’r félagslífinu, sem hafa orðið vinsælir. Er þar deilt á menn og málefni í léttum tón. Á síðustu skemmtun var t. d. þáttur frá Skíðanefnd og komu þar fram þessar vísur eftir Sigurð Marels- son: Oft er gaman út á sjó, einkum þegar vorar. Gunnar mátar menn og skó, en mörkin aldrei skorar. I Valsskálann nú vanta'r prest, sá væri öllum þarfur. Einar syngur bassann bezt og baular eins og tárfur. Það er eitt í þessu sambandi sem þarf að koma fram. Þótt skemmt- anir Vals hafi í vetur verið nokk- uð vel sóttar, hafa þær ekki ver- ið nógu vel sóttar, það skulu menn athuga, það er að segja þeir menn sem eitthvað vilja vera með í fé- lagslífi Vals. Didi fékk hœnsnabú í verölaun Áður en lið Brasilíumanna lagði af stað til Evrópu til H. M. tók hægri innherjinn Didi þátt í merkilegu veðmáli. Ef Brasilía næði því að komast í úrslit, átti hann að fá hænsnabú með 1000 hænsnum, en ef þeim tækist það ekki, þá mundu fremur leiðir tím- ar bíða hans, þá mátti hann hvorki raka sig né láta skera hár sitt næstu fjögur árin eða þar til næsta H. M. yrði í Chile, 1962. En Didi slapp vel, hann fékk hænsnabúið, þegar heim kom! / \ * A Valsveltunni Sunnudaginn 3. þ. m. lilaut ungur liandknattleiksmaður Vals, Einar Egils- son, aðalvinninginn, scm er feriV með' m.s. Gullfossi á 1. farrými lil Kaup- mannaliafnar og heim aftur. J

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.