Valsblaðið - 01.05.1959, Side 19
VALSBLAÐIÐ
17
Dansinn dunar i Skíðaskálanum.
Valsstúlkur heimsóttar á æfingu
Valdimar húsvö’rður neitaði að
hleypa mér inn í salinn, sagði si
sona, að ef ég færi þangað gerði
ég allt vitlaust, hefði þá reynslu af
mér að ég gerði ævinlega allt vit-
laust þar sem ég væri.
Ég sagði sem var, að ég væri
r----------------------------------n
VA! ho
Sigríður heitir hún Sigurðar-
urðardóttir, er tæpra sautján ára
og er fyrirliði meistaraflokks
kvenna í handknattleik. Eitthvað
virðist hún geta í þessari íþrótt
því í vetur var hún valin til að æfa
með landsliðinu, ein Valskvenna.
Það er ekki langu'r tími síðan hún
gekk í Val, en þann tíma sem hún
hefur verið félagi hefur hún tekið
virkan þátt í félagslífinu og væri
betur að fleiri gerðu slíkt hið sama
þá væri þar meiri kraftur en verið
hefur.
frá Valsblaðinu og ef ég fengi ekki
inngöngu í salinn kæmi Einar
nokkur Björnsson og Valdi skildi
hafa hugfast að sá maður hefði
ekki fengið að spila í ma’rki í
gamla daga vegna þess að hann
fyllti út meir en 1/3 hluta af mark-
inu. Þá fékk ég að fara í salinn.
Vinur minn einn, mætur mað-
ur að norðan, sagði mér eitt sinn
að hámark hreystinnar væri að
kvænast konu sem æft hefði hand-
bolta, þetta væru Valkyrjur. Ég
hló að honum þá og hugsaði ekki
út í þetta freka’r, þar til ég stóð
þarna á salargólfinu og horfði á
aðfarirnar. Þá spratt út um mig
kaldur sviti og ég fór með nokkr-
ar fallegar bænir, sem ég lærði
þegar ég va'r strákur.
Þarna voru á „æfingu“ 20 til 30
stelpur og léku af engum minni
krafti en strákarnir. Ef þær skutu
í stengurnar hrökk boltinn út á
miðjan völl aftur. Þær hentu bolt-
anum yfir salinn endilangan, hróp-
uðu, hlupu, og negldu svo boltann
í netið.
En úti á miðju gólfi labbaði Á'rni
Njálsson með þaninn brjóstkassa
og stjórnaði öllu saman með
flautu, sem hékk í öðru munnvik-
inu. Kjarkmaður Árni Njálsson.
En þegar ég fór að virða fyrir
mér hópinn sá ég að ég kannaðist
við mörg andlitin. Sum höfðu ver-
ið með mér upp í skála um pásk-
ana og önnur komið á Valsdans-
leiki í vetur. Það var greinilega
ekkert að óttast.
Ég labbaði til Árna og spurði
eins og fávís kona:
Hvernig er það, Árni, geta stelp-
urnar eitthvað í handbolta?
Hann b'rosti og sagði: ,,Já, það
er mesta furða hvað stelpurnar
geta. Annars er ekki að marka
þetta enn sem komið er. Þær eru
allar svo ungar og nýfarnar að
leika. Þegar þær hafa æft betu'r
og öðlast meiri reynslu er kannski
eitthvað hægt um þetta að segja.
Það eru í þessum hóp mörg góð
efni ekki síður en hjá hinum fé-
lögunum. Ef þær æfa, halda hóp-
inn og viðhalda áhuganum kvíði
ég engu um framtíðina.
Eftir æfingu er svo fundur úti
í félagsheimili. Þar spila þær fé-
lagsvist og ein fær konfektkassa
en önnur blýant. Sveinn Zoega
kemur og segir þeim að und-
irbúningur að Færeyjaferð sé
í fullum gangi og gott útlit á
að það mál takist. Að lokum talar
svo Árni við þær um sumarstarfið
og framtíðina.
Þær hafa allar mikinn áhuga á
Færeyjaferð og vona að það mál
komist í kring. Þær vilja fá meira
af stuttum ferðalögum svo sem til
Akraness og Keflavíkur. Næsta
vetur segjast þær ætla að hafa
fundi eins og knattspyrnumenn-
irnir hafa haft í vetur. Þær hafa
allar mikinn áhuga.
En eftir á að hyggja. Sem með-
limu'r skemmtinefndar Vals vil ég
þakka stelpunum fyrir hvað þær
hafa sótt skemmtanirnar vel í vet-
ur, þar mættu aðrir gera betur.
Þjáöust ehhi af shóleysi
Heimsmeistaraliðið frá Brasilíu
byrgði sig vel að knattspyrnu-
skóm í lokakeppninni í Sví-
þjóð í sumar. Þeir höfðu 100 pör
fyrir hina 22 leikmenn eða um 5
pör fyrir hvern leikmann.
Þess má raunar geta, að skór
þeirra eru mikið veikbyggðari en
skór í Evrópu og þá ekki síður á
Norðurlöndum, og það þýðir, að
þeir endast ekki eins vel. Þeir
höfðu líka með sér skó fyrir
þurra velli og svo blauta velli.