Valsblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 20

Valsblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 20
18 VALSBLAÐIÐ Það sem af er þessu ári hafa fjögrur íþróttafélög; minnst merkisafmæla sinna. Öll hafa félög þessi unnið merkt brautryðjendastarf á sviði íslenzkra íþrótta- mála, og við þau öll hefur Valur átt meiri eða minni samskipti á liðnum árum, samskipti sem skulu þökkuð af heilum hug' um leið og öllum er árnaö allra heilla í þjóðnytjastarfi sínu framvegis sem hingað til. En hau félög sem hér er um raaða eru: Jens Guðbjörnsson. GlímufélagiS Ármann, sem talið er stofnað 15. desember 1888 hér í Reykjavík, fyrir forgöngu séra Helga Hjálmarssonar, síðar prests að Grenjaðarstað og Péturs Jóns- sonar blikksmiðs, er elzt, eða 70 ára. Með stofnun Ármanns hófst endurvakning þjóðaríþróttar vorr- ar, gh'munnar, og hefir sú endur- vakning enst fram á þenna dag. Ármann hefir alla tíð verið eitt fremsta íþróttafélag landsins og um langt skeið haft á stefnuskrá sinni flestar þær íþróttagreinar, sem stundaðar eru hér á landi, að knattspyrnunni undanskilinni, og átt frumkvæðið að sumum þeirra. Aðalíþróttakennari Ármanns var um áratugi Jón Þorsteinsson íþróttafrömuður og forgöngumað- ur um líkamsræktar landsmanna. Sá, sem lengst hefir gegnt for- mannsstarfi í Ármann er Jens Guðbjörnsson, er verið hefur for- maður síðan 1927 og er það enn. Hefir Jens reynst sérlega ötull og farsæll forystumaður, ekki aðeins fyrir Ármann heldur og á sviði iþróttamálanna yfirleitt. 1 tilefni þessara merku tíma- móta var vígt og tekið i notkun stórt og vandað félagsheimili, sem Ármenningar hafa unnið að á undanförnum árum. Þá var afmælisins og minnst með fjölmennu hófi í Sjálfstæðis- húsinu hinn 21. febrúar s.l. Knattspyrnufélag Reykjavíkur (K. R.) var stofnað í marz 1899, og átti því 60 ára afmæli á þessu ári. Það voru nokkrir litlir dreng- ir, sem hófu upp merkið, með því að aura saman í knött; má því segja að það ,,byrjaði sem blær- inn, er bylgju slær á reyn“, en átti síðar eftir að verða að sterkviðri, sem blés auknum krafti og dug í æsku þjóðarinnar. K. R. eins og það er oftast nefnt, gerði knatt- spyrnuíþróttina að aðalíþrótt sinni og er brautryðjandi hennar hér- lendis, en síðar hefir félagið tekið upp flestar þær íþróttagreinar, sem hér eru stundaðar og má nú teljast eitt öflugasta íþróttafélag Einar Sæmundsson. landsins, og hefir oftar en nokkuð annað félag, staðið á hátindi, bæði að því er tekur til knattspyrnunn- ar og frjálsra íþrótta. PÁlagslega er K. R. sterkt félag og hefir jafnan átt á að skipa þróttmiklum og dugandi forystu- mönnum. En engum er gert rangt til þó minnst sé þess mannsins, sem tvímælalaust ber hæst í for- ystusveit K. R. um áratugi, en það er Erlendur Ó. Pétursson, sem átti sæti í stjórninni um 43 ára skeið og þar af sem formaður 23 ár. Er- lendur andaðist svo sem kunnugt er á s.l. ári. Hann bar merki K. R. og íþróttanna yfirleitt, hátt og djarft, ,,en merkið skal standa þó maðurinn falli“. Nýr merkisberi hefir tekið við, sem mun hafa full- an hug á að bera merki K. R. og íþróttanna eigi skemur áleiðis en fyrirrennari hans og til þess er hinn nýi formaður, Einar Sæ- mundsson, manna líklegastur. I sambandi við tímamót þessi vígði K. R. nýjan skíðaskála, sem er einn stærsti og vandaðsti skíða- skáli landsins, og fjölmennt af- mælishóf hélt félagið 7. marz s.l. í Sjálfstæðishúsinu. Ungmennafélagiö Afturelding í Mosfellssveit átti 50 ára afmæli 11. apríl s.l. Var þess minnst með fjölmennu samsæti að Hlégarði þá um kvöldið. Afturelding er eitt af merkustu ungmennafélögum lands- ins og hefir mjög látið til sín taka margskonar menningarmál sveitar sinnar. Á sviði íþróttamálanna hefir Afturelding verið athafna- söm. Hefir félagið tekið virkan þátt í mörgum mótum og átt á að skipa ýmsum fræknum íþrótta- mönnum, sem vakið hafa verð- skuldaða athygli. I handbolta hef- ir félagið átt góða flokka og er nú að undirbúa þátttöku sína í knatt- spyrnunni, og mun taka þátt í þeirri íþrótt nú á þessu ári. í þessu sambandi er þá ekki úr- Guðjón Hjnrtnrson.

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.