Valsblaðið - 01.05.1959, Síða 17

Valsblaðið - 01.05.1959, Síða 17
VALSBLAÐIÐ 15 STARFIÐ Árangur: Bronz: 15 stig. Silfur 20 stig. Gull: 25 stig. 3. þraut — Knetti haldiö á lofti. Knetti lyft með fæti frá jörðu, síðan færður af einum líkamshluta á annan (ekki hendur) án þess að hann snerti jörðu. T. d. af vinstra fæti á höfuð, af höfði á hægri fót eða af vinstri fæti á þann hægri, o. s. frv. Stig er aðeins gefið fyrir að færa knöttinn af einum líkams- hluta á annan, og er ekkert stig gefið fyrir t. d. 12 spyrnur með vinstri fæti, þó að þær séu leyfi- legar, en væri knötturinn síðan fluttur yfir á hægri fót, myndi það gefa 1 stig. Árangur: Bronz: 15 stig. Silfur: 30 stig. Gull: 5 Ostig. Aðeins má veita 3 tilraunir. U. \rro,ut — Knattrekstur. stanga, sem komið er fyrir á víta- teigslínu, eins og myndin sýnir. Byrjað er á einu horni vítateigs- ins og rekið inn á völlinn og beygt á horni vítateigsins, haldið inn fyrir mitt mark og farin sama leið til baka. Tíminn er tekinn frá því Frh. á síðu 13. Frá unglingaíeiðtoga Fundahöld og ferðalög. Skemmtifundir 4. og 5. flokks hafa verið með svipuðu sniði og undanfarna vetur, venj ulega hálfs- mánaðarlega og alltaf mjög vel sóttir. Einnig hafa verið nokkrir fundir í hinum flokkunum. Nú í maí-mánuði, áður en kappleikirn- ir byrja, verða skemmtifundir í öllum flokkum. Til skemmtunar verður m. a. leikþáttur og kvart- ett söngur. I maí munu flokkarnir einnig fara í stutt ferðalög, eins og s.l. vor. Ákveðið er að fara til Kefla- víkur og Hafnarfjarðar og e. t. v. upp á Akranes. Slík ferðalög eru mjög vinsæl og ákaflega skemmti- leg, og venjulega komast færri en vilja. Þá verður einnig að fara að ákveða lengri ferðalög í sumar, því fyrr sem það er gert, því betra. En fyrst verður þó að kanna áhugann í flokkunum, og hve margir geta farið. Þjálf'un. Lítið hefur verið minnst á einn hátíðisdag, sem nýlega var í sögu Vals. Það var 9. nóvember s.l. Þann dag hófust æfingar í hinu glæsilega íþróttahúsi félagsins. Fyrsta æfingin var fyrir Vals- drengi úr 3. og 4. flokki. Það er tákn þess, að húsið er byggt fyrir framtíðina, fyrir æskuna í Val. Frá þeim degi hafa verið stöð- ugar æfingar í húsinu. Yfirleitt hefur verið mjög vel mætt á æf- ingum yngri flokka Vals, og eitt er víst, að þeir, sem bráðlega byrja í knattspyrnumótunum, eru langt- um betur búnir undir þau nú, heldur en undanfarin vor. Útiæf- ingar eru nú nýbyrjaðar. Ekki er að efa, að þær verði vel sóttar. I sambandi við þær er rétt að minna á, að nú höfum við beztu búnings- klefana í bænum og skemmtileg- ustu baðklefana. Meðan við vorum í gamla klefanum kom það fyrir, að sumir fóru ekki í bað eftir æf- ingar. Nú kemur slíkt ekki til greina. Allir verða að hafa hand- klæði með sér á æfingar og fara í bað — orðalaust. Úrslit leikja s.l. sumar. Yngri flokkar Vals tóku þátt í 24 knattspyrnumótum s.l. sumar. Send voru 8 lið til keppni, og í þeim voru um 150 Valsdrengir. Hér er yfirlit um frammistöðu lið- anna: 2. fl. A. 2. fl. B. 3. fl. A. 3. fl. B. 4. fl. A. 4. fl. B. 5. fl. A. 5. fl. B. Samtals: 1. u. j. 11 9 0 6 3 0 11 5 1 6 3 0 11 6 4 9 4 1 11 5 1 t. mörk 2 36 : 8 3 6 : 11 5 20 : 24 3 6 : 11 1 13 : 4 4 14 :19 5 22 : 20 7 1 3 3 8 :13 72 35 11 26 129:109 Okkur tókst að sigra í þremur mótum, Reykjavíkurmóti 2. fl. A., íslandsmóti 4. fl. A. og haustmóti 3. fl. B Fyrir utan þessa mótaleiki kepptu flokkarnir fjölmarga aðra leiki, bæði í Reykjavík og á ferða- lögum úti um land. Flest liðin kepptu aukaleiki í Keflavík og Hafnarfirði, 3. flokkur fór til Vestmannaeyja og 4. flokkur fór í Norðurlandsferð. Yfirlit um aukaleikina: 1. u. j. t. mörk 2. fl. 2 2 0 0 6 2 3. fl. 8 5 0 3 26 21 4. fl. 11 5 3 3 21 12 5. fl. 6 5 1 0 28 4 Alls 99 52 15 32 210 148 Merkisdagur. Þann 30. maí n.k. leggja 9 kapp- lið úr Val til orrustu í Reykjavík- urmótum yngri flokkanna. En engin orusta vinnst átakalarst, og ekki dugir að byrja fyrst þegar á hólminn er komið. Það eina, sem gefur árangur, er að æfa vel og leggja sig allan fram á æfingunum — ekki síður en á kappleikjunum. Strengjum þess heit að mæta á vellinum í bezta keppnisskapi og betur undirbúnir en nokkru sinni áður. Þá þurfum við ekki að kvíða úrslitunum. Siguröur Marelsson.

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.