Valsblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 16
14
VALSBLAÐIÐ
Knattþrautir K.SJ.
Síðastliðið sumar var lítil rækt
lögð við knattþrautirnar. Stafaði
það m. a. af því, að séræfingar
þeirra voru á laugardögum, en þá
voru liðin oftast að keppa. 1 sum-
ar verða þessar æfingar á þriðju-
dögum kl. 7—8.30, og þarf ekki að
efast um, að þá verði fjölmennt.
Þeir, sem hlotið hafa silfurmerki,
þurfa að ljúka þrautunum, áður
en þeir verða 16 ára, til þess að
fá gullmerki. Unglingaráð hefur
ákveðið að veita sérstaka viður-
kenningu tveimur fyrstu Vals-
drengjunum, sem hljóta rétt til
gullmerkja.
Allir þeir, sem uppfylla kröfur
um aldur og lausn knattþrautanna,
geta hiotið merki, sem K.S.Í. veitir
þeim, sem standast prófin. Er
merkið þrennskonar, bronzmerki,
silfurmerki og gullmerki. Fyrir að
standast bronzp'róf er veitt brons-
merki, sem er I. stig þrautanna og
UNGLINGA
V______
er það skilyrði til þess að fá að
ganga undir silfurpróf. Fyrir það
er veitt silfurmerki, sem aftur er
skilyrði til þess að fá að gangast
undir gullpróf. Lágmarkstími milli
prófa skal vera 2 mánuðir. Bið-
tíminn skal notast til æfinga undir
næsta stig. Möguleiki er að ljúka
öllum þremur prófunum á sama
ári, t. d. bronz-prófi hinn 1. maí,
hefja síðan silfur-próf hinn 1. júlí
og gull-próf 2 mánuðum eftir að
silfurprófi lýkur, ef það hefur
gengið vel. Það er ekki nauðsyn-
legt að taka allt prófið á einum
degi, en á prófskýrslu skal til-
greina dagsetninguna, þegar síð-
ustu þrautinni var lokið. Heimilt
er að taka bronzpróf í ár, silfur-
próf næsta ár, og gullpróf árið þar
á eftir, ef aldurshámarki er þá
ekki náð, en próf getur enginn
tekið eftir 17. afmælisdaginn.
Stund og staður fyrir prófin.
Prófin þurfa helzt að fara fram á
knattspyrnuvelli, sem hefur lögleg
mörk og vítateig (sjá þrautir nr.
2 og 4). Hafi félagið ekki aðgang
að löglegum knattspyrnuvelli, má
prófið fara fram á góðu svæði,
sem að öðru leyti uppfyllir sett
skilyrði.
Þrautirnar þarf helzt að leysa
allar úti, en þó má leysa þrautir
nr. 3, 7 og 9 innanhúss.
Prófdómarar. Prófin verða að
fara fram undir stjórn unglinga-
leiðtoga, þjálfara eða einhvers á-
b.vrgs manns innan félagsins.
Prófskýrsla. Færa skal skýrslu
yfir próf hvers einstaklings í tví-
riti. Annað eyðublaðið sendist
Knattspyrnusambandi Islands
(Unglinganefnd), hinu eintakinu
heldur viðkomandi félag. Próf-
dómari og einn stjórnarmaður fé-
lagsins skulu skrifa undir skýrsl-
una. Skýrslueyðublöð fást hjá
Knattspyrnusambandi íslands
(Unglinganefnd), Reykjavík.
Stæró Jcnattar. Helzt skal nota
venjulegan fótknött nr. 4 við próf-
in, en þó má nota nr. 3 og 5. Knött-
urinn má ekki vera of lítið blás-
inn. Nota má skó eftir frjálsu vali,
en helzt skal nota strigaskó.
1. þraut — Innanfótarspyrna
Innanfótarspyrnur í mark, 0,75
m breitt, færi 6 m. Markið skal
vera 2 stengur og skal spyrna 5
sinnum með hvorum fæti, 10
spyrnur alls. Aðeins er leyfilegt
að veita 2 tilraunir. Náist ekki ti'-
skilinn árangur, verður að bíða
næsta prófdags og æfa betur.
Árangur: Bronz: 6 heppnaðar
spyrnur, Silfur: 8 heppnaðar
spyrnur, Gull: 9 heppnaðar spyrn-
ur.
2. þraut — SJcot á niark.
Skot á markið með hreinni rist-
arspymu af 16,5 m. Skjóta skal
frá vítateigslínu beint fram undan
markinu. Spyrna skal 5 sinnum
með hvorum fæti, fyrst með hægri
og síðan með vinstri. Markinu er
skipt í þrjá hluta (sjá meðfylgj-
andi mynd) og eru gefin 3 stig
fyrir að hæfa ytri bilin (1,5 m) og
732 m
3u 1 st 3st
(í sry. T
I
1 stig fyrirað hæfa stóra bilið milli
innri stanganna, sem verða að ná
upp á þverslána. Knötturinn má
fara af stöngum og inn í markið.
Lendi knötturinn í marksúlum og
þverslá, og hrökkvi út, er ekkert
stig gefið, en lendi hann í innri
stöngum, er gefið 1 stig. Próf-
dómari verður að fylgjast með, að
spyrnan sé réttilega framkvæmd.
Aðeins heimilt að veita 2 til-
raunir.