Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 3
VALSBLftÐIÐ MAÍ 196D “ 15. TÖLUBLAÐ r-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------^ Útgcfandi: Knattspyrnuíélaglö Valur. - Félagsheimlll, Iþróttahús og leikvellir að Hliöarenda vlð Laufásveg. - Ritatjórn: Elnar Bjömsson, Frímann Helgason, Jón Ormar Ormsson og Ólafur Sigurðsson. - Auglýsingastjóri: Friöjón Guðbjörnsson - Ísaíoldarprentsmiðja h.f. L___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________j Fnlltrúaráð VALS Þeir sem lásu jólablað Valsblaðs- ins 1958, muna e. t. v. eftir töflu mikilli, er tók yfir heila opnu og sýndi starfsemi Vals, sundurliðaða eftir aðild félagsins að sérráðum og samböndum, yfirstjórn og nefndir allar, sem stjórna félags- starfinu inn á við og út á við. Auk fulltrúa í sérráðum og samböndum mátti þar líta 14 ráð og nefndir auk félagsstjórnarinnar sjálfrar. Hver nefnd innir að jafnaði mikið starf af höndum ár hvert, enda er félagsstarfið í heild feiknmikið fyrirtæki. Myndi vinna sú, sem þar er lögð fram, eingöngu í sjálf- boðavinnu, kosta hundruð þúsunda króna, ef greidd væri með venju- legu kaupi. Getið þið e. t. v. hugsað ykkur hve mikið og margþætt starf ligg- ur að baki því, að æfa og annast keppni I. aldursflokks, með til- heyrandi meistaraflokki, í knatt- spyrnu? Það þarf að hafa þjálfara, íþróttahúsnæði, vallarafnot, bún- inga, bolta, ýms æfingatæki önnur og margt fleira. Það þarf að halda fundi með piltunum, afla fræðandi fyrirlestra, kennslukvikmynda, kennslubóka o. fl. Til að örfa æf- ingasókn og samheldni og treysta enn betur vináttuböndin, þarf að undirbúa ferðalög til keppni og kynningar við knattspyrnumenn innan lands og utan og ótal margt annað. Og það þarf að hafa vak- andi auga með að þetta gangi allt greiðlega og snurðulaust, samkv. anda félagsins og tilgangi. Þetta kostar allt óhemju starf og mikið fé. En I. aldurflokkur er aðeins fámennasti flokkurinn og sá eini er skilar einhverjum tekj- um upp í kostnaðinn. Auk þessa flokks er fjölmennari II. fl., helm- ingi fjölmennari III. fl., fjórfalt mannfleiri IV. fl. og loks lang- stærstur V. flokkur. En þetta er aðeins knattspyrn- an. Handknattleikurinn er orðinn jafnvel enn umsvifameiri og fjöl- mennari. Þá er skíðadeild, með skíðaskála. — Auk þess er rekst- ur félagsheimilis, íþróttahúss, knattpyrnuvalla, skíðaskála, að ó- gleymdum byggingaframkvæmd- um, sem útaf fyrir sig eru stór- virki. Knattspyrnufélagið Valur er þannig í dag sannkallað stórfyrir- tæki. Stórt og umsvifamikið, jafn- vel borið saman við ýms íslenzk atvinnufyrirtæki. Til að vel takist um stjórn stórra fyrirtækja, er þeim valinn dug- andi og úrræðagóður forstjóri, sem síðan fær góð laun og ýms hlunn- indi, svo hann geti helgað sig allan vexti og viðgangi fyrirtækis síns. Með stórfyrirtækið Val er þessu öðru vísi háttað. Að vísu er reynt að velja því góða forustu, en hún fær enga þóknun fyrir hin miklu störf sín, aðeins aukin útgjöld, auk hinna ótrúlega mörgu stunda, sem til starfsins fara. Eins og í öðrum félögum hinnar íslenzku íþróttahreyfingar, er stjórn Vals kjörin samlcvæmt fyllstu lýðræðisreglum. Árlegir að- alfundir kjósa formann og aðra stjórnarnefndarmenn, sem síðan annast daglegan relístur félagsins og taka ákvarðanir um allt, er fé- lagið varðar, milli aðalfunda. — Þetta er hið eina stjórnarfyrir- komulag, sem frjálsbornir menn geta við unað, en ætti auk þess að tryggja, að þeir menn einir færu með stjórn félagsins, er mestan á- huga hafa á málefnum þess og aðr- ir félagar treysta bezt til að hafa forustuna á hendi. Sá galli er þó á þessu fyrirkomu- lagi, að undir vissum kringum- stæðum er möguleiki á, að einn góðan veðurdag sitji í stjórn fé- lagsins einvörðungu óreyndir menn í félagsmálum og jafnvel ó- kunnugir starfsemi félagsins. Gæti af þessu leitt afdrifarík mistök, sem erfitt væri að bæta, aðeins fyrir ókunnugleika sakir. Til að draga úr slíkri hættu eru sett í lög félagsins ýms ákvæði, er tryggja m. a., að stjórn félagsins sé aldrei kosin öll á einum fundi, heldur sitji allt að helmingur fráfarandi stjórnar eftir. Þannig eru ávallt nokkrir stjórnarnefndarmenn sem þekkja starf og þarfir félagsins, frá a. m. k. síðasta starfsári. Því stærri og umsvifameiri, sem félög-

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.