Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 10

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 10
10 VALSBLAÐIÐ bandi við allar kvikmyndasýning- ar, oft útvegað myndir og alltaf sýnt þær. Lagði formaðurinn á- herzlu á hið mikla starf Sigurðar í þessu sambandi og þakkir til hans frá deildinni. Þá hefði hinn góðkunni Valsfélagi Sigfús Hall- dórsson skemmt á fundum deild- arinnar og ennfremur, fyrir hans tilstilli, Hjálmar Gíslason gaman- leikari. Kvaðst formaðurinn vilja nota tækifærið og þakka Sigfúsi og Hjálmari þeirra ágætu aðstoð í þessu sambandi og mikilsverða þátt. Þá hefði III. fl. haft fundi ann- an hvern miðvikudag, með líku sniði og hér hefir verið gert að umtalsefni. Hefði Haukur Gíslason séð um þá fundi. Með 4. og 5. fl. hefði svo einnig verið haldnir fundir á sunnudög- um, með kvikmyndasýningum og öðru skemmtiefni. Ýmsir eldri fé- lagar hefðu aðstoðað við þá. Rit, sem Murdo hafði tekið sam- an, þar sem er að finna leiðbeining- ar fyrir þjálfara, hefði verið þýtt, aðallega af þeim Páli Aronssyni og Jóni Jóhannssyni, og verið fjöl- ritað deildinni að kostnaðarlausu og afhent þjálfurunum til notk- unar, nokkru eftir áramótin. Þá gat formaður þess, að í sumar væru mikil líkindi til að Færeyskt íþróttafólk heimsækti Val til end- urgjalds heimsókn Vals til Fær- eyja. Þetta var það helzta, sem for- maðurinn hafði að segja um starf- semina í vetur hjá Knattspyrnu- deildinni. Hann hét svo að lokum á alla félaga, að æfa vel og dyggi- lega og undirbúa sig þannig sem bezt til að verða Val til sem mests sóma þegar á hólminn kæmi og kappleikirnir hæfust fyrir alvöru. Undir þau lokaorð formannsins vill Valsblaðið taka fullum rómi. E. B. Hlutavelta. Félagið gekkst fyrir lilutaveltu í Listamannaskálanum liinn 14. febrú- ar s.l. Hafði félagið ekki heppnina með sér í þessu sambandi livað veður snerti. Storinur og kuldi var allan daginn, sem jókst eftir því sem á daginn leið, og um kvöldið herti enn veðrið og frostið, og dró það veru- tega úr aðsókn allri. Við skulum bara segja eins og er, sagði Katrín, við héldum að við mundum vinna Ármann, fyrst við unnum K.R., og þegar við fundum svona harða mótstöðu, þá gátum við ekki mætt henni. Uss, við gátum bara ekki neitt, gall önnur við. Katrín sat við sinn keip. Við lærðum mikið á þessu tapi, og ég held að þetta hefði komið of fljótt, þetta þarf allt að hafa sinn aðdraganda. Það má gott kallast að vinna Islands- meistarana, og við svona ungar. Við getum verið ánægðar að vera í öðru sæti. Með þögn hinna var þetta samþykkt. Þögnin stóð ekki lengi. Farið var að ræða verkefnin sem framundan eru: Færeyinga-heimsókn, ef til vill Þjóðhátíðarferð í sumar, og síðar meir siglingu til útlanda, og þá var sem öll töp og ósigrar væru úr sögunni, en með glaðværð talað um æfintýrin sem framundan eru, og þegar, svona í huganum, farið að taka þátt í þeim. Þrtðji flokkur A og B. Þeir sem fylgst hafa með þriðja flokknum, báðum sveitum, munu ekki vera svartsýnir á framtíð Vals. Báðar sveitirnar hafa staðið sig vel í þeirri hörðu keppni sem er einmitt í þessum flokki. Það skemmti- lega er að þriðja flokks drengirnir hafa náð mjög góðum tökum á leiknum. Það er því þeim mun athyglisverðara að báðar sveitirnar hafa náð svona góðum árangri. Allir drengirnir í B-sveitinni verða áfram í flokknum að einum undanskildum. Sá sem annast hefur kennslu flokks- ins og annað sem þarf til að halda honum saman, er Sveinn Kristjáns- son. Hann hefur sýnt óvenjulega skyldurækni og áhuga, og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Það er ekki aðeins að Sveinn hafi stundað þessa framtíðarmenn Vals með slíkum ágætum, hann er alltaf boðinn og búinn til þess að taka að sér hin ýmsu störf sem svo títt til falla og eiginlega allt stendur og fellur með! Það eru einmitt þessir menn, sem fórna tíma og kröftum til þess að leiðbeina unga fólkinu, og undirbúa framtíð félagsins, sem eru svo þýðingarmiklir hverju félagi. fUt rir úr friSjti f(. áiamt fjá ffa Aftari röð frá vinstri: Hermann Guðmundsson, Friðjón Guömundsson, 1‘órir Erlendsson, Gylfi Hjálmarsson, Gunnsteinn Skúlason, Karl H. Sigúrðssoii, Sveinn Kristjánsson, þjálfari. Fremri röð frá vinslri: Sigurður Gunnarsson, Jón Ágústsson, Jón B. Ólafsson, Jón Carlsson.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.