Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 15

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 15
VALSBLAÐIÐ 15 Rœtt við Guðmund Jónsson um Gott unglingastarf hjá Knattspyrnufélaginu Fram Eitt af þeim verkefnum sem knattspyrnufélögunum hefur reynst erfiðast að leysa, hefur ver- ið unglingastarfið, og þó er það þýðingarmesta atriðið í vexti og viðgangi félaganna. Þetta hefur oftast verið laust í reipum, sem fyrst og fremst stafar af því að yfirstjórn íþróttamálanna gefur þessu máli ekki þann gaum sem það þarfnast, og á skilið. Við og við koma þó fram sérstakir áhuga- menn í þessum unglingamálum innan félaganna, sem skilja þau og vinna markvisst, og venjan er að árangurinn lætur ekki á sér standa Nýjasta dæmið um þetta er Guð- mundur Jónsson og Knattspyrnu- félagið Fram. Hann hefur verið leiðbeinandi og leiðtogi ungu flokk- anna síðan 1956, með sérstaklega góðum árangri, ekki aðeins á sumrum, hann hefur einnig verið leiðtogi þeirra í félagsstörfum og fundum á vetrum. Hann hefur auk mikillar skyldurækni, sett sér viss- ar vinnuaðferðir sem telja má að eigi líka sinn þátt í árangrinum. Valsblaðið hefur því snúið sér til Guðmundar og beðið hann að segja svolítið frá starfi sínu, til þess að Valsmenn og aðrir sem vinna að uppbyggingu knattspyrn- unnar í landinu mættu hafa af því nokkurn lærdóm til afnota í félög- um sínum. ,,Ég læt drengina æfa eftir nokk- uð ákveðnu kerfi“, segir Guð- mundur, ,,þar sem ég byrja á því að, ef svo mætti segja, að hita þá upp. Ég læt þá taka svolitlar þrek- æfingar eftir því sem líkamskraft- ur þeirra er. Höfuðáhersluna legg ég þó á knattæfingarnar, og reyni þá að skjóta inn æfingum í leik- formi sem miða að sama marki. Leiknina tel ég undirstöðuna í knattspyrnunni“. Fundahöld þýSinc/armikil. „Þegar að því kemur að liðin fara að keppa“, heldur Guðmund- ur áfram, „þá kemur annar þátt- urinn í starfi okkar, og það eru fundahöldin. Eftir síðustu æfingu fyrir leik er alltaf fundur með því liði sem á að leika og varamönnum, og eru þeir jafnt í 5. fl. sem 3. fl., og í öllum sveitum A- B- og C. Þar er rætt um leikinn, sem fyr- ir dyrum stendur, skýrt fyrir þeim skipulag leiksins og rætt um það hvað hver einstakur á að gera. Fyrir yngstu flokkana er það gert í stórum dráttum, en smátt og smátt eftir því sem aldurinn hækk- ar og verður þetta heldur marg- þættara og flóknara. Fundur er haldinn eftir fyrstu æfinguna, og eftir hvern leik. — Þar er rætt um leikinn, hvaða veil- ur hafi komið fram í heild, hvaða veilur hver einstakur hafi sýnt og honum bent á í hverju það lá, og sagt hvernig það hefði átt að vera. Það skemmtilega við þetta er, að drengirnir, jafnt í 5. fl. sem 3. fl. vilja ákaft að fundir þessir séu haldnir, og heyra hvað um þá er sagt, og leikinn. Með fundum þess- um læra þeir smátt og smátt að skilja það að skipulag leiks er líka þýðingarmikið. Þeir læra líka að hlusta á aðfinnslur, sem auðvitað verða að setjast fram í vinsamleg- um tón. Einlcanagjöf 1 til 5. Þá höfum við tekið það upp að gefa drengjunum einkanir fyrir frammistöðu sína í leikjum, og notum töluna 1—5, og nær það til allra flokka og sveita, jafnt A-lið sem C-lið. Þetta hefur yfirleitt gefist mjög vel, og er þeim tilkynnt þessi einkanagjöf á fundunum eft- ir leikina, og síðan er þetta tekið saman eftir sumarið. Þetta miðar að því að allir leikir séu teknir jafn alvarlega hvort þeir eru í svo- kallaða bezta liðinu eða því lak- asta, eða A eða C. Þessum eink- unum halda þeir svo saman og geta gert samanburð á því hver hefur góða, meðal eða laklega eink- unn, og hefur því alltaf möguleik- ann að bæta sig. Þetta glæðir líka réttsýni á þeirra eigin getu hverju sinni. Hvað snertir þessa einkanagjöf er það bezt að það sé sami maður sem gefur einkanirnar í hverjum flokki eða sveit. Drengjunum falla þessar eink- anagjafir, og þeir taka yfirleitt mjög vel allri gagnrýni og vilja fá hana á fundunum. Skemmtifundir á vetru.m o. fl. Við leggjum áherslu á það að halda drengjunum vel saman á vetrum, og það gerum við með skemmtifundum, taflfundum, spila kvöldum o. fl. Þetta er mjög vel sótt og virðist veita þeim skemmt- un, og að sjálfsögðu miðar þetta allt að því að halda þeim saman, en samheldnin hefur mikið að segja“. „Lendir þú ekki í kasti við „óró- leg eliment“ í þessum stóra hóp sem hingað sækir?“ Guðmundur brosir og svarar: „Jú, það kemur fyrir, en annars eru drengirnir ákaflega elskulegir og ágætir. En komi það fyrir að ég sé að þeir eru farnir að ,skemma út frá sér‘, þá læt ég þá fara, það borgar sig ekki að láta þá skemma andann í flokknum, og það þó þeir séu góðir, en fyrst gef ég þeim nokkur „tækifæri" til að sneiða þessi „barnabrek" af. Ég vil svo að lokum segja það, að ég þyrfti að hafa mikið meiri tíma til að ræða við drengina fáa í einu, það er svo mismunandi sem við þá má segja um sama efni, og í gegnum þau samtöl kemst maður ef til vill næst þeim, og þá er meiri von til að ná fram þeim eiginleikum, sem í þeim búa“. F. H. „Þjálfar meiri varnarlciki..." Frá því segir í erlendu ldaöi að Mari- lyn Monroc hafi fyrir nokkru verið boðin til miðdegisverður hjá knatt- spyrnuflokki. Pað þarf ekki að taka fram að leikmenn litu hýrum augum til gests síns, og ckki síst þegar liún sagði: Ég þori að veðja við ykkur að ég hef oröið að ])jálfa harðari varnar- leikni en þið allir til samans.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.