Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 12

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 12
12 VALSBLAÐIÐ gott, en það dugar lítið ef leikni og kunnátta með knöttinn fylgir ekki. Hraði er líka mjög þýðingar- mikill, en það gagnar lítið fyrir leikmann að hafa gífurlegan hraða ef hann „týnir“ knettinum eða hleypur yfir hann, eða missir hann svo langt frá sér að mótherjinn taki hann! Sennilega munu þið allir með tölu verða sammála um það, þegar þið farið að ræða málið, og rifja upp í huganum liðin atvik úr leikj- um, að betur hefði farið ef þið hefðu ráðið betur við knöttinn, ef þið hefðu verið leiknari, nákvæm- ari í sendingum, og ekki síður ná- kvæmari í því að taka á móti „vin- inum“. Leggið þið rækt við leilcnina sérstaklega? Hvernig mundu nú svörin verða ef þið væru spurðir um það hvort þið legðu sérstaka rækt við leikn- ina? I fljótheitum mundu sumir svara játandi, minnugir þess að þeir æfðu oft og lengi. Aðrir mundu fara að renna huganum yf- ir þann tíma sem þeir voru að æf- ingum, og minnast þess að oftast var farið eftir tillögunni: „Eigum við ekki að koma og „plata“ eða „Eigum við ekki bara að skipta!“ Sumir æfa ef til vill stundum að sparka, stöðva, skalla o. s. frv., en er það nógu lengi til þess að árangur náist? Er rétt staðið að þessu, er líkaminn í réttu jafn- vægi? Er fóturinn rétt borinn að? Eru þið nógu mjúkir í hreyfing- um þegar þið starfið að knettin- um? Spurðu kennarann hvernig á að gera. Náðu þér í bækur um þetta og rannsakaðu myndir og lýsingar, og reyndu aftur og aftur. Ef þú átt knött, getur þú endur- tekið þetta hvar sem er á opnu svæði, ef til vill bak við húsið heima. Mundu að leiknin er lyk- illinn að góðri knattspymu, eins og þig langar að kunna og sýna, og þú getur, ef þú ert iðinn og viljasterkur. Því ekki að reyna við Knatt- þrautir K.S.Í.? Þið hafið allir heyrt um þær og sumir ykkar leyst þrautirnar. Með því að reyna við þessar þraut- ir fáið þið nokkurn mælikvarða á það hve leiknir þið í raun og veru eru. Allar miða þær að því að gera drengina leiknari með knöttinn, og þar með undirstrikar Knatt- spyrnusamband Islands þá miklu nauðsyn að ráða við knöttinn. Nú er sumarið komið og því er skorað á ykkur, ungu vinir í Val, að leggja mikla rækt við þessar knattþrautir. Þið sjálfir, hver ein- stakur, liðið og félagið í heild mun fljótlega njóta ávaxta af auknum æfingum fyrir þrautirnar. Þess er vænzt að kennararnir og leiðbein- endur skapi möguleika til þeirra æfinga. Við skulum nú aðeins fara yfir þrautir þessar, og þið munu fljótt sjá hvert stefnt er með þetta. / nnanfó tarspyrna. Fyrsta þrautin er innanfótar- spyrna. I stuttum samleik er þetta nauðsynleg spyrna og er mun ná- kvæmari en ristarspyrna. Því mið- ur er hún of lítið notuð hér, og fyrir það verður samleikurinn ekki eins nákvæmur, en oft er grip- ið til ristarspyrnunnar í ótíma sem gerir stutta samleikinn óþjálli og margfalt ónákvæmari. Skot á mark. Skot á mark er það atriðið sem mest er dáð í leik, ef það hittir netið, en fari það langt framhjá af opnu færi má heyra orð í eyra, og vafalaust líður sá sem „brenndi af“ sárar sálarkvalir. Skot á mark krefst mikillar æfingar, og það þarf að æfa það rétt. Knetti haldið á lofti. Þessi æfing miðar að því að fá tilfinningu fyrir knettinum, læra að þekkja viðbrögð hans, finna hvernig hann lætur þegar við hann er komið, hvort sem það er gert með rist, læri eða skalla. Knattrekstur. I knattspyrnu er knattrekstur mjög þýðingarmikill, og þá gildir fyrst og fremst að halda knettin- um sem næst sér, og um leið að framkvæma reksturinn með sem mestum hraða. I leik vill verða misbrestur á þessu og menn missa hann of langt frá sér. Athugið að hafa skrefin stutt en tíð. Spretthlaup. ■Knattspyrnukappleikur er í rauninni samansafn af smá- sprettum, annað hvort með knött- inn eða án hans. Það lætur því að líkum að nauðsyn er að vera við- bragðsfljótur, og oftast eru það fyrstu skrefin eða viðbragðið, sem hefur úrslitaþýðingu. Ristarspyi'na. Ristarspyrna er mikið notuð í knattspyrnu, og á sérstaklega að notast í löngum sendingum og eins er hún oftast notuð þegar skotið er á mark. Ristarspyrnan krefst mikillar æfingar og er vandasöm ef hnit- miða á hvar knötturinn kemur nið- ur, og það verður auðvitað alltaf að gera. Skalla í lcörfu. Þetta reynir mjög á næmleik með skallanum, og slíkt kemur oft fyrir í leik þegar stýra verður knetti með skalla fremur en að leggja í það kraft. Þetta er einn þátturinn í því að örva knatttil- finninguna, sem aldrei er of mikið að gert. Knattrekstur og sprettur. Hér er sameinað: knattrekstur og síðan eftir að knettinum er sleppt er tekinn sprettur. Þetta er táknrænt fyrir leikinn því þar er alltaf að skiptast á hlaup með knött, eða hlaup án þess að vera með knött, og þá til að fá sér nýja stöðu, í sífellu. Slcalla lcnött viðstöðulaust. Leikur með skalla er mjög mikil- vægur þáttur í knattspyrnunni, og því miður ekki sinnt eins og þyrfti. Þessi þraut hjálpar til að þjálfa öryggið með skallanum, þar sem tilskilið er að knettinum verður að halda uppi svo og svo lengi, og síðasta þrautin er líka varðandi skallann. Skalla tiltelcna vegalengd. Hér er verið að fá fram bæði nákvæmni í lengd sendinganna með skallanum og eins kraft, sem alltaf er að koma fyrir í hverjum einasta leik. Miöa aö aulcinni leiJcni. Eins og þið sjáið að þá er í hverri þraut tekin fyrir atriði sem koma fyrir í hverjum einasta leik

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.