Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 18

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 18
18 VALSBLAÐIÐ Vertu í þjálfun Vertu ákveðirm Vertu. rólegur - ccf gletfrncfu ekkijíOí brcAleqa, eru ráðleggingar enska FIFA-dómarans, Reginald James Leaf, til yngri starfsbræðra sinna, einkum þó þeirra, sem eru að byrja að feta hina vandasömu dómarabraut. Grein sú, sem hér fer á eftir, er rituð af Leaf og birtist nýlega í málgagni enska knattspyrnusambandsins, „F. A. News“. En undanfarið hefur birzt greinaflokkur í blaðinu eftir ýmsa kunna milliríkjadómara, þar sem þeir skýra frá reynslu sinni og hvemig má, að þeirra dómi, ná sem mestum og beztum árangri í þessu vanda- sama og mikilvæga starfi fyrir knattspyrnuíþróttina. Reginald J. Leaf segir: Ég hygg, að þeir sem í fyrsta sinn taka að sér að stjórna leik, þ. e. dæma, geri sér um margt ranga hugmynd um hlutverk sitt. Þeir fara út á völl- inn haldnir ótta og ímyndun um það, að alls konar brot og skelmis- strik verði framin, jafnvel af yfir- lögðu ráði og fyrir augum þeirra. Hversu oft hefi ég ekki verið vitni að leik, þar sem allt fór fram af ró og spekt, þar til dómaranum, sem á að vera í baksýn, hefir allt í einu fundizt að hann léti ekki nægilega að sér kveða, upphóf „flautukonsert" og útdeildi ströng- um refsingum til hægri og vinstri, fyrir hinar smávægilegustu yfir- sjónir, með þeim afleiðingum auð- vitað, að allt fór í ,,bál og brand“. Sú gamla kenning, að sá er bezt- ur dómarinn, sem minnst lætur á sér bera ,er ætíð í fullu gildi, en þó auðvitað með undantekningum. Reynsla mín frá mörgum leikjum, víðs vegar í Evrópu, er sú, að það geti verið nauðsyn að láta vita af nærveru sinni. Það er og aðals- merki góðs dómara að geta með lægni haft heppileg áhrif á hinar mismunandi manngerðir, sem í hita baráttunnar vil j a gleyma hvað rétt er og lögum samkvæmt. Hóg- vær athugasemd við þenna, á- kveðnari við hinn o. s. frv., er þátt- ur í þeirri viðleitni dómarans að hafa með lipurð örugga stjórn á leiknum, innan ramma hinna skráðu og óskráðu laga. Hér kem- ur fyrst og fremst til almennur skilningur dómarans og rétt mat á aðstöðunni hverju sinni, sem er svo mikilsvert atriði í stjórn leiks- ins. Á fundum dómara og námskeið- um er að mínu viti alltof miklum tíma eytt í að ræða ýmiskonar smá- vægileg leikbrögð (tricks), sem fyrir koma í keppni. Dómarinn getur aðeins hlotið reynslu á leik- velli, því er það ráðlegging mín til byrjenda á dómarasviðinu, að nota hvert tækifæri, sem þeir geta fengið, til þess að dæma og þannig öðlast þekkingu og hæfni, sem að gagni kemur. Ungu vinir, verið ykkur úti um eins marga leiki og þið getið til að dæma, og í öllum flokkum. Það skapar ykkurreynslu til að byggja á framtíð ykkar sem knattspyrnudómarar. Reynslan er og allri teóretiskri torfristu betri. Reynslan skapar þekkingu á við- fangsefninu ,hvort sem um er að ræða að dæma í knattspyrnu eða eitthvað annað. Annað ráð vil ég einnig gefa ykkur, en það er að setja sig aldrei úr færi að sjá góðan dómara dæma og fylgjast með honum ef þess er kostur, frá einum leik til annars. Ég minnist í þessu sambandi Heimsmeistarakeppninnar í Ríó 1950, þar sem ég fékk tækifæri til að fylgjast með hinum snjalla starfsbróður mínum, George Read- er, í fyrstu umferðinni. Mér varð það mikið aðdáunarefni, hversu rólega og ákveðið og af hve miklu öryggi hann tók á hinum mismun- andi vandamálum, sem fyrir komu og ekki hvað sízt einmitt á þessum slóðum. En fljúgandi eldflaugar, brennandi blaðabunkar og jafnvel sprengikúlur eru daglegt brauð á knattspyrnuvöllum Suður-Ame- ríku. En rólyndi Readers haggað- ist ekki, á hverju sem gekk. Nokkr- um dögum síðar var ég svo í hans sporum, mitt á meðal 150 þúsund vitstola áhorfenda. Þá sendi ég sannarlega í huganum fram- kvæmdanefnd HM-mótsins inni- legar þakkir fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að fylgjast með félaga mínum, sem var mér um allt svo miklu reyndari, og kynnast því, hvernig hann tók á málunum. Sá leikur, sem ég dæmdi, var á milli Brasilíu og Spánar. Mér fannst eitt sinn, að ég ætti dálítið „vantalað“ við einn leikmanna Brasilíu, risastóran blámann. Ég var ekki viss um að hann skildi ensku, svo ég reyndi að gera hon- um það skiljanlegt á ,,pidgin“- ensku, með þar tilheyrandi handa- pati, grettum og höfuðsveiflum, að hann gæti gert svo vel og kvatt félaga sína og yfirgefið völlinn, ef hann sýndi sig líklegan í að endur- taka, frekar en orðið væri, spörk og ólöglegar árásir á mótherjana. Mikil var undrun mín, þegar hann hneigði sig dj úpt og svaraði á hár- réttri ensku „Thank you very much“. Við áttum báðir í nokkr- um erfiðleikum með að halda bros- inu í skefjum. En hvað sem því leið, þá urðu ekki fleiri aukaspyrn- ur af hans völdum í leiknum. Þess vegna segi ég að lokum við hina ungu dómara: Gleymið ekki kímninni heima, þegar þið farið á völlinn til að dæma, hafið hana með ykkur. Einbeittu þér svo af alefli að viðfangsefninu allar 90 mínúturnar. Ég hef oft séð leik, sem fór hið bezta fram, en skyndi- lega á 89. mínútunni fór allt í háa- loft. Það varð blátt áfram „spreng- ing“. Vertu vel fyrirkallaður, að því er til líkamlegrar þjálfunar tekur, fastur fyrir og ákveðinn í dómum og umfram allt rólegur. Gerir þú þetta, muntu hafa mikla ánægju af flestum þeim leikjum sem þú dæmir. E. B. þýddi.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.