Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 7

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 7
VALSBLAÐIÐ 7 Úrhugve kju ^J-futtri i 'Ucitnaólógi AmnariS 1930 . . . Þess vegna segir postulinn ennfremur: Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum. Gleðin í Guði gefur ljúfa lund, og ljúflynd- ið veitir gleði út frá sér, og eykur gleði þess, sem temur sér það. Ljúflyndið er krydd í allri sam- veru. Hér á ljúflyndið að drottna, hér á það að þroskast. Menn geta tamið sér það. Reyndu að innræta þér sama hugarfar og var í Jesú Kristi, eins og vér hugleiddum það í gær. Jesús var ljúflyndur. Temdu þér því ljúflyndi. Ljúflyndið á ekkert skylt við kveifarskap, smeðjuhátt eða fleðuskap, en það er gagnstætt hrottaskap og frunta- hætti. Ljúflyndið hagar sér alltaf eins og velsæmið heimtar. Sá sem er ljúflyndur, er ekki önugur né duttlungafullur. Hann lætur sér ekki til hugar koma að draga sig út úr hóp með fýlu eða ólund, þó eitthvað blási á móti. Ljúflyndið er hin fegursta kurteisi og tillits- semi við aðra. Ljúflyndið kryddar máltíðir. Hinn ljúflyndi er alltaf prúður. Hann gjörir ekkert það, sem hann heldur að öðrum sé ógeð- fellt. Hann kann af sjálfu sér alla góða mannasiði. Hann borðar með siðprýði, er ekki frekur eða dóna- legur. Hann finnur á sér hvað prýðilegt er í smámununum. Hann rífur ekki til sín beztu stykkin, og fer ekki sóðalega að mat sínum. Hann stingur ekki hnífnum upp í sig, né gramsar í sykurkerinu með allri lúkunni. Ljúflyndið kemur fram við borðið í mötuneytinu með öðrum, það er ekki heimtufrekt, ekki kesknisfulit, ekki ónærgætið. Það er heldur ekki teprulegt, held- ur blátt áfram og velviljað. — Séra Friðrik Friðriksson. Myndastytla séra FriSriks. Myndastytta sú af séra Friðrik Friðrikssyni, sem félagið ákvað á 90. aldursári hans, að reisa af honum i landi Hlíðarenda, er nú fullegrð úti í Kaupmannahöfn og mun innan tíðar koma til landsins. Standa vonir til að luin verði sett upp við félags- heimilið nú í vor. ljóst að eins og er verður það erfitt mál, því handknattleikurinn hefur ekki mikla möguleika til fjáröflunar með leikjum eða tekjum af mótum. En sem sagt við erum ekki komnir það langt að við höfum gert okkur fulla grein fyrir þessum þýðingarmikla þætti, en línurnar hljóta að skýrast í því fyrr en síðar, og væntanlega tekst okkur að leysa það vandamál. Horfum. björtum auf/um á framtíðina. Ég vil svo að lokum segja, að við horfum björtum augum til fram- tíðarinnar og höfum þá fyrst og fremst í huga ungu flokkana, sem lofa mjög góðu, að ógleymdum kvennaflokknum, sem þrátt fyrir ágætan árangur á mikið eftir að sýna í framfaraátt. Það má hér að síðustu benda á, að hin almenna geta í handknattleik er stöðugt að verða betri, íþróttin að verða betur leikin. Þetta þýðir að til þess að ná langt núna verður að þjálfa meir en áður, ef á að ná því bezta sem hér er í dag. Eina leiðin til þess er að leggja meira að sér. Ég vona að handknattleiksmenn geri sér grein fyrir þessu og hagi þjálfun sinni samkvæmt því. Mörkin tala — og þjcdfararnir. Til gamans fyrir þá mörgu Valsunnendur verður hér skýrt frá ár- angri Vals í einstökum flokkum og leikjum. Þó það sé ekki alveg ör- uggur sannleikur um frammistöðu flokkanna, þá segja mörkin — sett og fengin — nokkuð til um getu þeirra. Jafnframt verða þjálfararnir látnir tala sínu máli um flokkana og möguleika þeifra. Fyst verður birt skrá yfir leiki meistaraflokks, fyrsta- og annars flokks: Meistaraflokkur karla: Valur—Afturelding . .. . .... 24:1G Valur—í. R . .. . 10:23 Valur—F. H .... 9:33 Valur—Ármann .... 27:14 Valur—K. R .... 16:18 Fyrsti flokkur karla A: Valur—í. R................. 13:14 Valur—S. B. R........... 14:15 Valur—Víking-ur ........ 12:18 Annar flokkur karla: Valur—Fram .............. 8:11 Valur—Víkingur .......... 9:11 Valur—F. H.............. 12:23 Annar flokkur karla fí: Valur—Fram .............. 4:14 Valur—Þróttur ........... 7: 7 Aftari röð frá vinstri: Jón Þórarinsinsson, Sigmundur Hermundsson, Ing- ólfur Hjartar, Jón Gíslason, Þráinn Haraldsson, Helgi Gústafsson, Valur Bene- diktsson, Valgeir Ársælsson. Fremri röö frá vinstri: Árni Njálsson, Stefán Árnason, Sólmundur Jónsson, Sveinn Kristjánsson, Bergur Guðnason.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.