Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 14

Valsblaðið - 01.05.1960, Blaðsíða 14
14 VALSBLAÐIÐ Maður er nefndur William Knowles. Fyrir 30 árum hóf hann að leiðbeina mönnum um rétta öndun. Er talið að um 60 þúsundir manna hafi notið leiðbeininga hans á þessum tíma. Knowles stofnaði sérstakan skóla í London í þessu skyni og eru þar um 500 manns þjálfaðir í öndunartækni árlega. í heimsstyrjöldinni síðari var lvnowles ráðunautur her- og flugmálaráðuneytisins brezka og skipulagði kennslu í réttri önditn, með flug- og hermönnum Bretaveldis. Var talið að þjálfun Knowles hefði haft mikla þýðingu í því að auka hermönnunum þol og harðfengi í margvís- legum raunum og erfiðleikum styrjaldarinnar. Andar þn rétt Ég er þeirrar skoðunar, að hinn frægi söngur ferjumannanna á Volgu og hinn sérkennilegi söngur negranna á baðmullarökrum Bandaríkjanna, sé annað og meira en aðeins taktfast hljómfall, til þess að létta verkamönnunum störf þeirra við að draga báta eða flytja ullarsekki. Ég held nefnilega, að með söngnum hafi þeir andað rétt frá sér við vinnuna. Það er ekki unnt að syngja, án þess að anda hægt og rólega frá sér, og tæma þannig og hreinsa lungun algjör- lega, svo að þau megi aftur fyllast fersku lofti. Þegar læra skal anda rétt, þarf að einbeita sér að því að anda frá sér en ekki að sér. Bezta aðferðin til að endurnýja likamskraftinn, er að tæma lungun reglulega, en dæla þau ekki full af lofti. Líkam- legu erfiði, svo sem að stinga upp garð, bera þunga byrði, ganga hratt eða hlaupa, mætir maður bezt á þann hátt að einbeita sér að því að tæma lungun hægt og rólega. Ræðumönnum, söngvurum, sundmönnum, hlaupurum og öðr- um íþróttamönnum er þetta ljóst. Þetta má og sannreyna með því að gera einfalda tilraun. Þegar maður fer undir kalda „sturtu“, grípur maður ósjálfrátt andann á lofti, sýpur hveljur og vöðvarnir hlaupa í hnykla. En þetta eykur aðeins á óþægindin. Reyni maður hins veg- ar að anda rólega frá sér, mun það, til mikillar undrunar, koma í ljós, að kalda vatnið er ekki nærri því eins óþægilegt. Útöndunin hjálpar líkamanum til að venjast breyt- ingunni. Eins dregur það úr tauga- veiklun og taugaspennu, ef við temjum okkur rétta útöndun. Flestir okkar draga andann að- eins til hálfs. Við öndum inn, drög- um ósjálfrátt að okkur andannn, en öndum hins vegar ekki fullkom- ? lega frá okkur. Þess vegna stynj- um við oft, sem er tákn þess, að við þurfum að anda betur frá okk- ur. Stunan er aðferð líkamans til að tæma lungun, þegar við höfum lengi ekki dregið andann rétt. Það, sem við ættum að gera, er að læra að tæma lungun reglubundið — stynja reglubundið, mætti ef til vill segja. Öllum er ljóst, að hvers kyns hindrun öndunarinnar hefir þegar í stað óþægindi í för með sér. Rökrétt afleiðing þessa, enda vísindalega sannað, er, að sérhver endurbót á öndun manna, eykur þeim vellíðan, bæði andlega og lík- amlega. Það loftmagn, sem við getum andað frá okkur eftir mesta inn- öndun, er á erlendu málið kallað vitalkapacitet og er það mælanlegt á sérstakt þar til gert tæki, spiro- meter. Tilgangurinn með öndunarþjálf- un er að auka hið svonefnda vital- kapacitet, það er því fyrir mestu að kunna að anda fullkomlega frá sér. Aðalatriðið er, að slíkt kom- ist upp í vana. Andaðu frá þér í hvert sinn, er þú byrjar á ein- hverju. Það er t. d. alls ekki eins erfitt, að ganga upp langan stiga, ef þú andar að þér við hverjar tvær tröppur og frá þér við aðrar tvær. En anda skal frá sér, áður en maður stígur á fyrstu tröppuna. Þegar strítt er gegn miklum stormi, mun djúp útöndun, fimm eða sex sinnum, auka manni afl. Sé manni vandi á höndum, eigi t. d. í hörðum orðræðum á fundi eða mikilsverðum samtölum, sem valda taugaspennu — er endurtekin, djúp útöndun öruggust, til að sefa taugarnar og róa skapið. Að lesa upphátt er bezta aðferð- in til að þjálfa rétta útöndun. Taktu blað eða bók í hönd og lestu eins mörg orð og þú getur í einu andartaki, án þess þó að þreyta þig. Teldu svo orðin. Gerðu þetta síðan aftur á morgun og athugaðu þá, hve mörgum orðum þú hefir bætt við, þ. e. lengt útöndun þína. Æfðu þig á bókarkafla eða kvæði, sem þú kannt utanað. I fyrstu muntu ekki komast langt áleiðis, en ef þú ert iðinn og æfir þig dag- lega, mun að því koma, að þú getir, í einu andartaki, farið með kafl- ann eða kvæðis-brotið. Þá er einnig gott að þjálfa önd- unarfærin með því að telja. Seztu á stól, með beint bak, andaðu ró- lega og jafnt að þér, meðan þú telur upp að fjórum. Haltu niðri í þér andanum í eina sekúndu, áð- ur en þú andar frá þér, en meðan þú andar skaltu reyna að telja upp að tólf. í næsta skiftið skaltu reyna að telja upp að fimm meðan þú andar að þér, en að fimmtán er þú andar frá þér. Haltu svo þess- um æfingum áfram, þar til um raunhæfar framfarir er að ræða. Þegar þar er komið, að þú ert fær um að telja upp að 21 meðan þú andar frá þér, mun þér vera það ljóst, að auðveldara er að hafa hemil á loftstraumnum við útönd- unina, með því að púa dálítið eða raula. Það hefir margt gott í för með sér að kunna rétta öndun. Það eyk- ur á vellíðanina, léttir mönnum stjórn á sjálfum sér og er auk þess talið geta bætt vaxtarlag manna. Mönnum er það ljóst, að hvorki er unnt að anda með eðlilegum hætti að sér eða frá, ef setið er í hnipri. En sé herðablöðunum þrýst saman, eins og kostur er, fyllast lungun og tæmast á þægilegan hátt, iétt og erfiðislaust. Með þjálfun á að vera unnt að gera ósjálfráðan andardrátt manna eins fullkominn og hann nú er, yfirleitt, ófullkominn. Eftir því sem menn fara betur með líkama sinn, mun þeim líða betur. Einn liður líkamsræktar er að auka loftmagn það, sem andað er frá sér og að. Lærið því að draga andann á réttan hátt. E. B. þýddi.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.