Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 82
50
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
JÓN KRISTJÁNSSON er fæddur 22. Febrúar 1852 í
Gufudal í BarSastrandasýslu; voru foreldrar hans Kristján
Einarsson frá Börmum í Gufudalssveit og Anna Jónsdóttir
silfursmiSs á Grund viS
Reykhóla, Eiríkssonar;
ætt sú er úr Húnaþingi.
MóSir Kristjáns föSur
Jóns var Margrét Ara-
dóttir, systir Jóns Ara-
sonar hins gamla i
Djúpadal, föSur Jóns,
föSur Björns, fyrrum
ráSherra íslands. Jón
Kristjánsson flutti til
Ameriku áriS 1891 frá
Gufudal. HiS fyrsta
áriS dvaldi hann í Win-
nipeg, flutti þaSan til
Gardar í N.-Dak. áriS
1892 og dvaldi þar hin
næstu fjögur árin og
stundaSi ýmsa vinnu.
ÁriS 1896 flutti hann til
Mouse River-dals, nam
þar land á hinum fögru
og grösugu sléttum,
reisti hús á hól einúm
fögrum er þar stóS einstakur, og í stórflóSum var aS sjá sem
eyja upp úr vatninu. Jón er dökkur á brún og brá, og ber
meS sér aS hann er vestfirzkur aS kyni; vel sennilegt, aS
hann sé út af hinum fornu landnámsmönnum viS BreiSafjörS,
sem komu vestan um haf og blandaS höfSu kyn sitt Keltunum.
Hann er meSalmaSur á hæS, vel vaxinn, þrekinn og karl-
mannlegur, rammur aS afli og harSsnúinn, hugprúSur, skap-
mikill, óvæginn í lund, en óáleitinn, lætur sem Egill Skalla-
grímsson brýrnar síga ef á hluta hans er gjört. veSur þá
stundum berserksgang og gerir sér þá engan mannamun. Er
einarSur og hreinskilinn og allur þar sem hann er séSur, ör á
íp og drengur hinn bezti. Jón Kristjánsson er greindur vel