Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 124
92
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
svo honum græddist brátt fje; varS liann á skömmum t'una
vel sjálfstæður maður.
63. ÞÁTTUR.
KRISTJAN SIGURÐSSON. — Kristján er sonur Sig-
ur.Sar Bjarnasonar, sem bjó í Fellsseli í Köldukinn í Ting-
eyjarsýslu. MóSir Kristjárns var Sigurbjörg Siguröardóttir
Jóhannessonar frá Skuggabjörguni í Þingeyjarsýslu. Syst-
kini Kristjáns voru þrjú: Jóhannes Sigurösson bóndi í Ar-
gyle, Man., og tvær systur heima á íslandi. Kristján átti
fyrir konu Jóhönnu, dóttur Bjarnar Loptssonar frá Pálsgeröi
í Dalsmynni í Þingeyjarsýslu. MóSir Jóhönnu var Guörún
Guðmundsdóttir, Egilssonar frá Ýtri Vík í Laufás-sókn í
Þingeyjarsýslu. Systkini Jóhönnu voru: tvær systur, önnur
nú dáin; hin er Guðbjörg, ekkja eptir Jóhannes Guömundar-
son á Oddeyri við Eyjafjörö. Börn Kristjáns og Jóhönnu
voru: Sigrún, Sigurbjörg, Sigurður, Jóhannes — er með Jó-
hannesi fööurbróður sínum í Argyle—, Björn Alfons, Páll
Franklin og Kristján. Þessi sjö börn þeirra eru öll lifandi.
Kristján fór af íslandi vestur um haf árið 1882, frá Grund í
Höföahverfi í Þ ingeyjarsýslu; fyrst til Winnipeg og dvaldi
þar um sinn, en flutti þaðan vestur um til Argyle nýlendunn-
ar árið 1883; var hann þá hm næstu fjögur ár með Jóhannesi
bróður sínum, sem kominn var nokkru fyrr vestur en Kristj-
án. Eptir það keypti Kristján land og relsti bú á því. Þar
bjó hann þangað til 1901, að hann hvarf vestur um til Al-
berta-nýlendunnar; nam hann þá land sex mílur norður af
Markerville og bjó þar síðan. — Kristján kom með fje nokk-
urt til Alberta, en hafði þá þunga fjölskyldu um að sjá; eigi
að síður má því orði á koma, að efni hans hafi stórum aukizt
og hagur hans hafi batnað, enda hefir Kristján verið þols-
og dugnaðarmaður, og eigi hlífzt við meðan heilsa og kraptar
leyfðu.
64. ÞÁTTUR.
JÓN ANDRJES OLSON. — Jón er fæddur í Reykjavik
22. Maí 1878. Faðir hans var danskur, frá Kaupmannahöfn,
Wolf Olsen að nafni; var hann um sinn umsjónarmaður i
brauðgerðarhúsi i Reykjavík. Móðir Tóns hjet Guðrún Jóns-
dóttir, Jónssonar frá Hömrum í Haukadal i Dalasýslu.