Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 96
64
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
bygöarinnar. Flestir þeir unglingar, sem lokiö hafa námi á
barnaskólunum hin síöustu árin, hafa leitaö hinna æðri skól-
anna í Grand Forks og Fargo, lagt þar fyrir sig ýmsar náms-
greinir, andlegar og verklegar, og allar líkur benda til þess,
aö rekspölur sá haldist sem nú er á kominn, að unga fólkið
láti ekki staöar nema við barnaskólana, eftir því sem efni og
ástæður leyfa.
Samlyndi.
og sameiginlegur félagsskapur bygðarinnar hefir mátt heita
góður, frá því fyrsta að bygðin hófst; persónulegur ágrein-
ingur naumast kornið fyrir manna á meðal. Þótt menn yrðu
ekki á eitt sáttir um samkomuhús bygðarinnar, spilti þaö ekki
samlyndi ntanna. Hið stærsta félag bygðarinnar, sem er
safnaðarfélagið, hafa nálega allir stutt. 1 trúarefnum eng-
inn ágreiningur verið, sem rná þó heita merkilegt á þessum
heitu hyltinga tímum.
Bftirmáli.
Er þá hér með lokið landnámsþætti Mouse River-bygðar-
innar, og \ill höfundurinn biðja alla hlutaðeigendur'vel að
virða og færa á betri veg það sem ófimlega hefir veriö frá
sagt. Ættartölur hafa veriö teknar að eins beint fram: til
hliðar virtíst ónauðsynlegl að fara. Að lýsa hverjum einum
landnema út af fyrir sig, var næsta torvelt, enda þýöingar-
lítið, og vonar höfundurinn að slíkt veröi ekki misskilið, því
innan bygðarinnar er það kunnugt, að ekki er um hlutdrægni
að ræöa, þar sem höfundurinn hefir hvorki frændsemi né
venzl að virða.