Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1913, Blaðsíða 126
94
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
aö hag hans í byrjun; jukust honum brátt efni, og má því
oröi á ljúka, aö honum hafi farnazt hjer vel.
66. ÞÁTTUR.
JÓN JÓHANNESSON, NORDAL. — Jón er fæddur ár-
iö 1841 á Óslandi i Óslandshlíö í Skagafjaröarsýslu; faöir
Jóns var Jóhannes Jónsson, er bjó á Ártúnum á Höföaströnd
í Skagafjarðarsýslu. Móðir Jóns Nordal var Sigríður Stein-
grímsdóttir, Steingrímssonar frá Reykjum í Ólafsfiröi í
Eyjafjarðarsýslu. Jón kvæntist árið 1880, Ólöfu Benidicts-
dóttur, Benidictssonar frá Grund í Höfðahverfi í Þingeyjar-
sýslu. Ólöf var fædd árið 1849. Móðir Ólafar var Ingibjörg
Gunnarsdóttir, Loptssonar er bjó á Grund. Systkini Ólafar
eru: Kristbjörg, Gunnar, Benidict og Ingibjörg, öll á íslandi;
tvær systur eru í Manitoba, er heita: Sigriöur, gipt kona og
Guörún. Tvær dætur eiga þau Jón og Ólöf á lífi, báðar full-
orðnar. Jón fór af íslandi árið 1883, frá Borgargerð,i í þing-
eyjarsýslu, til Argyle, Man., og nant þar land ári síðar. Þar
bjó Jón þangað til að hann flutti vestur til Alberta-nýlend-
unnar árið 1901 ; er svo sagt, að hann nam þar land öðru
sinni suður frá Markerville, í Tungunni, eigi all-langt frá
bústað Gísla Eiríkssonar, og bjó þar síðan. Jón er skýr
maður og hefir lesið margt. Á aldursárum sínum hinum efri
varð hann sjónlaus; var það raun fyrir hann, að geta ekki
lesið, þegar hnignun og hár aldur bægðu honum frá vinnu,
og heyrði jeg hann segja, að síðan fynd'st sjer hver dagur-
inn sem heilt ár.