Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 33
Nýtt landnám.
Eg liefi áður vakiS athygli íslendinga á nýju
landnámi, sem er í lítilli fjarlægS frá Winnipeg, og
vil enn gera þaS, vegna þeirra manna, sem kunna aó
hafa þaS í huga aS taka bújörS á þessu komandi ári
og reka landbúnaS. Benda þeim á, aS í sambandi
viS þetta landnám, sem hér um ræSir, eru þeir kostir
sem hvergi annarsstaSar í Canada eru landtakendum
boSnir — kostir sem vert er aS kynnast og yfirvega
áSur enn lagt er út í óbygSir eSa út í lélegar bygSir
til landtöku, eitthvaS þangaS, þar sem fjöldinn af
bændum, um margra ára skeiS, hafa veriS aS berjast
viS römmustu erviSleika og vanþekking til búskapar,
og standa sem næst í sömu sporum í dag og þeir
stóSu, þegar þeir byrjuSu, utan nú eru þeir orSnir
gamlir menn, farnir aS þreki og kröftum,
MeS hverju árinu sem líSur sannfærast menn
betur og betur um þaS, aS IandbúnaSurinn verSi aS
þyggjast á þekking og samvinnufélagsskap og aS þau
sannindi séu aðalskiiyrSin fyrir velIíSun bændastétt.
^rinnar.
BaJc vió þetta landnám, sem hér um rseðir, stend»
ur mikill atorkumaSur, raeS opin augun fyrir þess.
um sannindum og ver auSæfum sínum til aó byggja
upp landiS á þeim grundvelli, MaSur, sem reynslan
hefir sýnt aS aldrei skilur viS neitt fyrirtseki, sem
hann hefir tekió fyrir, fyr enn þaS hefir náS sínu há-
marki. Hann geíur atorkusömum, félitlum mönnum
kost á að eignast bújörS, meS byggingum og 20 ekr-
um undirbúnar til sáningar, fær þeim í hendur hrein-
kynjaSar skepnur til búsins, eins margar og þeir geta
starfrækt, auk nauSsynlegra akuryrkjuverkfæra.gegn