Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 61
42
Gunnlaugur Pétursson var fæddur á Hákonarstöö-
um á Jökuldal 19. september 1830. Höfðu forfeður
hans búiS þar um marga mannsaldra hver fram af öSr-
um, og hétu allir Pétur í níu eða tíu liÖi. AriS 1857
kvæntist liann GuSbjörgu Jónsdóttur, dóttur Jóns Kin-
arssonar og Guðnýjar Sigfúsdóttur, sem lengi bjuggu í
Snjóholti í Stiður-Múlasýslu. Tók þá Gunnlaugur viS
búi föSur sins, og bjó á Iiákonarstööum þar til hann fór
til Ameríku árið 1873, eins og áður er sagt.. — Konu
sína misti Gunnlaugur áriS 1898. Gunnlaugur lézt 4.
maí, 1909.
Hér fer á eftir umsögn séra Gutt. Guttormssonar í
Minneota um 50 ára minningarhátíð Minnesota-íslend-
inga, tekin úr "Lögbergi’’ 3. sept. 1925:
“HátíSar-athcfn til minningar um landnám Gunn-
laugs og stofnun bygðana var haldin aS ITákonarstöS-
um, sunnudaginn 23. ágúst síðastliðinn, í skógarlundi,
sem Gunnlaugur gróSursetti við heimili sitt, einu eSa
tveimur árum eftir að hann settist þar aS, og ætlaði til
mannfunda. Sumarsamkomur voru oft haldnar i þvi
rjóðri fyr á árum. — Flestir Isléndingar úr bygðunum
og frá JMinneota voru viSstaddir á hátíðarhaldinu, og
nokkrir frá öðrum stöSum. All-margt var þar líka af
annara þjóSa fólki, einkum Norðmönnum.
Athöfnin byrjaði klukkan hálf-tvö síðdegis meS
])ví, aS sunginn var sálmurinn: “Lofið vorn Drottin”.—
Síðan las sá, er þetta ritar, 103. DavíSs sálm, flutti bæn
og ávarpaSi fólkið með stuttri ræðu andlegs efnis. Eft-
ir þaS fóru fram söngvar og ræSuhöld, sem Jón Gíslason
stýrSi, þingmaður Lyon County manna í ríkisþinginu. —
“Prógramminu” var skift, nokkurn veginn að jöfnu, á
milli . íslenzkunnar og ens'kunnar; var það gjört fyrir
þá komumenn, sem eklci voru íslenzkir. Frumhúar
tveir, P. V. Peterson og S. S- Hofteig, fluttu erindi um