Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 62
43
nýlendulífiÖ á fyrstu árum; sá fyrnefndi talaöi um
Hálsa-bygöina i Lincoln County, en hinn um Vestur-
heims-bygð í Lyon og Yelloui Medicine Counties. All-
ir hinir, sem tóku þátt i ‘“prógfamminu ’, voru ni'Öjar
landnámsfólksins. Ræöur fluttu, auk frumbúanna fyr-
nefndu, Jón Gíslason þingmaÖur, Sigurður H. Peterson
prófessor frá Corvallis í Oregon, frumbúasonur úr Vest-
urheims-bygö, uppalinn þar; Mrs. |. A. Josephson, nafn-
kunn ræÖukona ; Björn B. Gíslason, lögmaöur, og Gunn-
ar B. Björnsson, ritstjóri. María G. Árnason, skáld-
kona, flutti kvæ'Öi, sem hún haföi ort fyrir hátíðina, og
Jón Runólfsson skáld las upp gamalt kvæði eftir sjálf-
an sig. — Þrjár ungar stúlkur sungu einsöngva, þær
Marjorie Kompelien, Dora Askdal og Christine Gunn-
laugsson. Sú fyrstnefnda var klædd í íslenzkum fald-
búningi og söng lofsönginn “Ó, Guö vors lands.” Hún
er íslenzk í móöurætt. Hinar stúlkurnar alíslenzkar,
eins og nöfnin benda til. Auk þess fóru söngflokkar
bygðanna, allir i sameiningu, með nokkur kórlög.
Simskeyti, með árnaðaróskum til bygðarmanna frá
rikisstjóranum. Theodore Christianson, var lesið upp á
samkomunni. "Engir betri borgarar eru til í Minne-
sota”, segir ríkisstjórinn, “heldur en þeir, sem konni
hingaö frá íslandi, og niðjar jieirra. Þeir hafa lagt fram
leiðandi menn, fleiri en að sínum hlut, til allra hreyf-
inga, setn áfram vissu. Þeir hafa stofnað blómlega bygö
og ætíð reynst hollir borgarar lýðveldisins."