Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 63
SAFN
TIL LANDNÁMSSÖGU ÍSLENDINGA
í VESTURHEIMI.
Þáttur um landnám í Big Point bygð.
rFramhald).
Eftir Halldór Daníelsson.
Sigfús Björnsson. — Hann var fæddur 5. janúar
1849, á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði í Norður-Múla-
sýslu. Hann andaðist 11. október 1920. Foreldrar
hans voru: Bjó'rn Einarsson og Guðrún Þorkelsdótt-
ir. Björn var bróðir Sigfúsar, föður þeirra bræðra:
Skúla, þingmanns í Manitoba-þingi, og Jóns kaup-
sýslumanns að Lundar, Man.
Heyrt hefi eg það, að Þorkell Jónsson, sem kallað-
ur var “kvæða-Keli”, hafi verið móðurfaðir Sigfúsar
Björnssonar. Þorkell þessi var annálaður söngmað-
ur. Hafði hann lært söng hjá Þorkeli s tift-prófasti
Ólafssyni, sem var talinn beztur söngmaður sinnar
tíðar í Hólastifti, bæði að raust og ku'nnáttu. Þorkell
Jónsson var ættaður úr Skagafirði, en fluttist austur
í Múlasýslur og ílengdist þar. Um hann segir ólafur
Davíðsson, rithöfundur, í íslenzkum skemtunum:........
“Sá Þorkell Jónsson hafði ágæt hljóð, svipuð nokkuð
hljóðum séra Sigurðar Árnasonar prests á Mælifelli.”
Þorkels er all-oft getið í bókinni “íslenzk þjóðlög”,
sem séra Bjarni Þorsteinsson í Siglufirði hefir safn-
að. Þar er Þorkels getið á bls. 53, 574, 906. Á bls 910
er lag með nótum, sem vafalaust er talið eftir Þörkel.
Segist séra Bjarni hafa lært það af Páli sagnfræðingi
Melsteð. — Sigfúst ólst upp á Austfjörðum. Fékk
hann snemma dugnaðarorð á sig. Fyrir innan tví-