Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Síða 70
51
nýnefndur; þau eiga heima í Winnipeg. (6) Kai'l,
andaðist 1919.
Jakob Jónasson. — Hann var fæddur 18. júní 1857
á Ytra-Fjalli í S.-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans
voru: Jónas Jakobsson og kona hans Maria Sveins-
dóttir. — Kona Jakobs, Pálína Gísladóttir, er fædd 15.
desember 1865 á Vatnsenda í Ljósavatns-hreppi í S.-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru: Gísli Krist-
jánsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir, smiðs,
Sveinssonar. — Jakob Jónasson andaðist 1. des. 1923.
Þau Jakob og Pálina komu til Ameríku 1891 og fóru
þá til Argyle-bygðar, en fluttu þaðan 1895 hingað í
bygðina, tóku hér heimilisréttarland og bjuggu þar
síðan. Eftir lát Jakobs hefir Pálína haldið þar á-
fram búnaði með sonum sínum. Fram eftir áttu þau
hjón við þröngan efnahag að búa, en höfðu þó að sið-
ustu fé til nokkurrar hlítar. Með framúr skarandi
dugnaði og þrautseigju unnu þau mikið starf fyrir
þungri fjölskyldu, og létu mikið gott af sér leiða á
margan átt. — Börn þeirra: 1. Hernit, 2. Gísli, 3. Þið-
rik Haraldur, 4. Jónas, 5. Aðalsteinn Sigurður; kona
hans er Anna Margrét, dóttir Sigurjóns Lyngholt hér
í bygðinni (sjá síðar); þau búa hér í bygð; 6. María
Sigríður, gift enskum manni; þau eiga heima í Lang-
ruth; 7. Guðrún Srijólaug, gift enskum manni, Char-
ley Harding; þau búa í námunda við Langruth; og 8.
Helga Jónína. — Þar sem ekki er annars getið, eru
börn þessara hjóna heima með móður sinni.
Jósef Helgason. -— Hann var fæddur 15. desem-
ber, 1847, á Læknisstöðum í Sauðaneshreppi í Norður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru: Helgi Helga-
son og kona hans Hólmfríður Pétursdóttir. — Jósef
fluttist til Ameríku 1877, settist þá að í Nýja Islandi,
dvaldist þar fáein ár og flutti þaðan til Argyle-bygð-
ar; þar tók hann heimilisréttarland og bjó á því þar
til hann flutti norður að Manitoba-vatni vestanverðu.