Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 73
54
cg flutti þá til Winnipeg; þaðan að Gimli; þaðan 1921
til Langruth, og býr nú þar í húseign sinni.
Gísli hefir verið allmikill fésýslumaður og efnast
vel. Þóra var dugnaðar- og búsýslu kona mikil.
Gísli var um allmörg ár póstafgreiðslumaður á
Wild Oak pósthúsi. 1 málefnum bygðarinnar hefir
hann tekið nokkurn þátt, verið í skólanefnd og fleiri
nefndum. — Gísli er allra manna bónþægastur og
fljótur til að gera mönnum greiða á ýmsa lund. Minn-
ast þess margir, með hlýjum huga og þakklæti
Björn Benediktsson. — Hann var fæddur 22. sept-
ember 1845, að Byrgi í Keldnueshreppi í N.-Þingeyj-
arsýslu. Björn andaðist 20. maí 1909. Foreldrar hans
voru: Benedikt Björnsson frá Víkingavatni í Keldu-
hverfi og kona hans Guðný Kristjánsdóttir. Þau fóru
til Ameríku 1883. Benedikt faðir Björns var mikill
fræði- og gáfumaður og prýðisvel mentaður að al-
mennri mentun. Hann mun hafa dáið skömmu fyrir
síðustu aldamót. — Kona Björns Benediktssonar, Sig-
ríður Jónsdóttir (þau giftust 12. sept. 1880), er fædd
12. september 1860 á Ketílsstöðum í Törneshreppi í
S.-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar voru: Jón Jóns-
scn og Margrét Guðbrandsdóttir. Björn og Sigríður
giftust um 1880, fluttu til Ameríku úr Kelduhverfi
1883. Áttu fyrst heima í Winnipeg og svo um langt
skeið í Glenboro, Man.; komu þaðan hingað í bygðina
um 1898, og bjuggu hér síðan á heimilisréttarlandi, er
Björn tók hér. — Eftir lát Björns hélt Sigríður áfram
búskap með börnum sínum, en flutti héðan úr bygð-
inni 1915 ásamt sonum sínum og settist að all-langt
vestur frá norðanverðu Manitoba-vatni, þar sem kölluð
er Fagradals-bygð, en pósthús St. Amelie, Man.
Björn var skyld.urækinn og umhyggjusamur um
heimili sitt. Hann var bókhneigður og las all-mikið,
einkum skáldrit; las og skildi mjög vel danska tungu.
Sigríður er röskleika- og dugnaðar kona. Þau komust
vel af með stóra fjölskyldu, og voru að síðustu í all-