Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 74
55
góðum efnum. — Börn þeirra, sem eru á lífi: (1)
Benedikt, (2) Baldur, (3) Björnstjerne, (4) Kári, (5)
Kristján (6) Karl. Benedikt er elztur þeirra bræðra,
er hann og hefir verið fyrir búi með móður sinni. (7)
Guðný, við skrifstofustörf í Winnipeg, (8) Margrét,
kona iSigurgeirs Stefánssonar Hofteig, að St. Amelie,
Man.; f9) Lilja. Alls eignuðunst þau hjón 15 böm.
Ólafur Egilsson. — Hann er fæddur 15. septem-
ber 1859 í Tungugerði á Tjörnesi í S.-Þingeyjarsýslu.
Foreldrar hans voru: Egill Stefánsson og Ólöf Jóns-
dóttir. — Ólafur er tvíkvæntur: Fyrri kona hans
var Guðrún (d. 1. júní 1900) dóttir Gísla Gíslasonar
yngra í Skörðum í Reykjahverfi í S.-Þingeyjarsýslu;
voru þeir bræður,, Gísli faðir Guðrúnar og Arngrím-
ur málari, synir Gísla skálds í Skörðum (d. 1859?).
— 'Seinni kona Ólafs Egilsssonar er Svafa Magnús-
dóttir, fædd 18. júlí 1870 á Bakka í Svarfaðardal í
Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru: Magnús
Guðmundsson og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Sig-
ríður var fædd 1833, dó 7. febrúar 1911, hjá Svöfu
dóttur sinni. Guðrún móðir Magnúsar, föður Svöfu,
var dóttir séra Magnúsar Einarssonar, prests og
skálds á Tjörn í Svarfaðardal; séra Magnús dó 1794.
—Ólafur flutti af Tjörnesi til Ameríku 1893; var fyrst
í Argyle-bygð, þar til hann kom hingað í bygðina 1898
og hefir búið hér síðan, fyrst um allmörg ár fyrir
vestan “Kilana”; síðan keypti hann tvö lönd norðar-
lega í bygðinni nálægt “vatninu”; þar býr hann nú.
Ólafur hefir alt af búið við allgóðan efnahag, og mun
nú vera orðinn vel efnaður. — Báðar íkonur hans hafa
verið samhentar honum í búskapnum. Svafa er greind-
ar kona og fróðleiksfús. Gestrisin og greiðasöm eru
þau, og félagslynd. Heimili þeirra er vel húsað og
vel um gengið. — Börn þeirra er.u þrjú: Davíð, Sveinn
og Ólöf, því nær uppkomin og öll í foreldrahúsum.
Einar Eiríksson ísfeld — Hann er fæddur 27. des-
ember 18&6 1 Fjarðarkoti í Mjóafjarðarhareppi í S.-
Múlasýslu. Foreldrar hans voru: Eiríkur Pálsson og