Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 75
56
kona hans Ingibjörg Einarsdóttir. Faðir Eiríks var
Páll, sonur Eyjólfs ísfelds trésmiðs, hins skygna.
Eyjólfur ísfeld dó 1832. Faðir Eyjólf ísfelds “skygna”
var Ásmundur á Brúsastöðum í Þingvallasveit. Ingi-
björg, móðir Einars, var tvígift; seinni maður hennar,
Þorsteinn Jónsson frá Hriflu, er nú hjá Óla syni
þeirra hjóna, sem býr við Húsavík P.O., Man. Þar
andaðist Ingibjörg 18. apríl 1925, fædd 31. marz 1843.
—- Kona Einars, Jónína Friðfinnsdóttir, er fædd 22.
apríl 1874: Foreldrar hennar voru: Friðfinnur Þor-
kelsson og kona hans Þuríður Jónsdcttir; þeirra er
getið í þættinum í Almanakinu 1924, bls. 81-82. Jón-
ína kom til Ameríku með foreldrum sínum 1883. Þau
Einar og Jónína giftust 9. marz 1892 í Nýja íslandi;
voru þau gefin í.hjónaband af séra Magn. Skaftasyni.
Vorið 1892 fluttu þau úr Nýja íslandi suður til Argyle-
bygðar og dvöldu þar í tvö ár; þaðan fluttu þau norð-
ur undir Kinosota, langt norður með Manitoba-vatni
vestanverðu; þar bjuggu þau þrjú ár, en fluttu að
þeim liðnum í Big Point bygð 1897 og hafa búið þar
síðan. — Tólf börn þeirra hjóna eru á lífi, 7 piltar og
5 stúlkur. Þau eru: 1. Friðfinnur Þorkell, 2. Eirík-
ur, 3. Aðalsteinn, 4. Haraldur Svanberg, 5. Guðjón
Baldvin, 6. Einar Viktor, 7. Arthur Lúter, 8. Sigríður
Helga, gift enskum manni, Wilhelm Arkseys, búa þau
skamt hér fyrir sunnan bygðina; 9. Ingibjörg Aðalheið-
ur, kona Magnúsar Gíslasonar Johnson (sjá hér að
framan) ; 10. Þuríður, 11. Ethel Jóhanna, og 12. Anna
Hazeldine. — Þau Einar og Jónína hafa unnið gott og
mikið dagsverk að koma fram þungri fjölskyldu,
framan af við þröngan efnahag. Nú eru þau komin
í allgóðan efnahag, börnin flest upp komin og hafa
unnið og vinna mikið í þarfir heimilisins.
Jóhann Pétur Jósefsson. — Hann er fæddur 15.
maí 1876 á Læknisstöðum í Sauðaneshreppi í N.-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar hans voru: Jósef Helgason, sem
um er getið hér að framan, og fyrri kona hans Hólm-