Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Síða 76
fríður Jónsdóttir. Jóhann var barn að aldri, er móðir
hans dó. Kom til Ameríku 1881 á eftir föður sínum,
sem vestur kom 1877. Ólst hann upp á ýmsum stöð-
um, mest meðal enskumælandi fólks. Hann kom hing-
að í bygðina 1899 og tók hér heimilisréttarland. Jó-
hann kvæntist 10. apríl 1900 og gekk að eiga Addie
Vilole, fædda McGowan. Hlún andaðist 12. sept.
1921, varð bráðkvödd. Jóhann bjó á landi sínu nið-
ur á Big Point þar til um 1918, að hann flutti í kaup-
staðinn Langruth, og mun nú eiga þar heima/—Jóhann
og kona hans eignuðust eitt barn, sem dó ungt. —
Jóhann er maður hagsýnn um efni sín, en hjálpar- og
greiðafús; kona hans kyntist vel.
Einar Jónsson Suðfjörð. — Hann var fæddur 25.
maí 1837 á Seljalandi í Eyrarhreppi í N.-ísafjarðar-
sýslu. Eftir Fasteignabókinni 1. apríl 1922, er Selja-
land nú innan takmarka ísaf jarðar - kaupstáðar. —
Foredrar Einars voru: Jón Arnfinnsson og Júdit Jóns-
dóttir. Kona Einars var Guðbjörg Einarsdóttir, fædd
14. marz 1844. Foreldrar hennar voru: Einar Jónat-
ansson og kona hans Sigríður Hjaltadóttir prófasts á
Stað í Steingrímsfirði (d. 1827) Jónssonar
Þau hjón, Einar og Guðbjörg, komu hingað í bygð-
ina 1896. Einar tck land og bygði niður á vatnsbakka.
Þau bjuggu hér til 1904, en fluttu þá aftur vestur til
Churchbridge. Einar andaðist 6. apríl 1922, í Lög-
bergs-nýlendu hjá Kristínu dóttur sinni. Guðbjörg er
enn á lífi, er nú á vegum dætra sinna. — dætur þeirra
eru: (1) 'Sigríður kona Ólafs Hannessonar; (2) Mon-
ika, ekkja Magnúsar Stefánssonar, Thorláksonar, sem
druknaði í Edmonton, Alta, 16. júlí 1908; hún býr í
Winnipeg með sonum sínum; (3) Kristín kona Halls
Gíslasonar, Egilssonar bónda í Lögbergs-nýlendu. —
Þau hjón, Einar og Guðbjörg, voru bæði prýðis-vel
greind, fróðleiksgjörn og unnu mentun. Einar átti
gott bókasafn. öll félagsmál bygðarinnar studdu