Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 78
59
um 8 ára skeið, hafa búið sunnarlega í Argyle-bygð,
Við Belmont P.O. Þaðan kom hann hingað í bygðina
1911, tók þá heimilisréttarland og hefir búið þar síð-
an. — Börn þeirra hjóna, Sigurjóns og Önnu, sem nú
lifa, eru: (1) Óli Sigurður, kvæntur Hansínu Stefáns-
dóttur, að Lundar, Man., Guðbrandssonar; Stefanía
er í föðurætt komin frá Guðbrandi á Hólmlátri á Skóga-
strönd, en í móðurætt frá Eggert Fjeldsteð á Hall-
bjarnareyri í Eyrarsveit; þau hjón, óli og Stefanía,
búa í kaupstaðnum Langruth. (2( Gunnlaugur, ógift-
ur, heima hjá foreldrum, sinum og ellistoð þeirra. (3)
Rannveig, gift norskum trésmið, Kristjáni Petersen;
þau búa í Winnipeg. (4) Matthildur, . gift enskum
manni, Jas. R. Andrews, ritstjóra í Toronto, Ont. (5)
Anna Margrét, gift Aðalsteini Sigurði Jakobssyni Jón-
asson, syni Jakobs Jónassonar (sjá hér að framan).
(6)Þórhildur Friðný, ógift hjá foreldrum sínum.
— Þau hjón, Sigurjcn og Anna, eru bæði greind og
fróðleiksgjörn. Heimili' þeirra er hið snyrtilegasta,
að allri umgengni. Sigui-jón hefir um langt skeið
þjáðst mjcg af langvinnum höfuðverk, sem hafði svo
slæm áhrL’ á sjón hans, að nú kvað hann vera orðinn
blindur, þrátt fyrir miklar, dýrar og ítrekaðar lækna-
tilraunir.
Þiðrik Eyvindsson. — Hann var fæddur 7. nóv-
ember 1857, í Útey í Laugardalshrcppi í Árnessýslu.
Foreldrar hans voru: Eyvindur Þórðarson og kona
hans Ingibjörg Eiríksdóttir frá Efsta-Dal í Laugar-
dal. Þiðrik andaðist 7. febrúar 1925. — Kona Þiðriks,
Guðrún Pétursdóttir, sem lifir mann ,sinn, er fædd 16.
september 1864, á Árhrauni í Skeiðahreppi í Árnes-
sýslu. Foreldrar hennar voru: Pétur Einarsson bóndi
á Árhrauni, og sinni kona hans Halla Magnúsdóttir,
síðast í Bi'áðræði við Reykjavík, Jónssonar. Péturs,
föður Guðrunar, verður getið hér síðar. Þau Þiðrik
og Guðrún giftust 12. júní 1884, voru gefin
saman í Bræðratungu kirkju af séra Jak-