Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Side 81
62
1859) Jónsson; bróðir Kristínar var Hjálmur alþing-
ismaður |(d. 5. maí 1898) í Norðtungu; þeir feðgar,
Pétur og Hjálmur, voru nafnkendir menn á sinni tíð
og miklir atgerfismenn. — Magnús kom til Ameríku
1886 frá 'Seyðisfirði; þar stundaði hann skósmíði.
Hann var svo á ýmsum stöðum hér vestra. Árið 1894
kvæntist hann Guðnýju, sem þá bjó í Álftavatnsný-
lendu, og var ekkja eftir Guðmund Bjarnason frá
Skarðshömrum í Norðurárdal. Magnús flutti hingað
í bygðina skömmu fyrir aldamótin, tók heimilisréttar-
land og bjó þar um allmörg ár; síðar seldi hann land
sitt, en hélt þó fram búnaði á landi því, niður við vatn-
ið, sem Einar Suðfjörð átti áður. Vorið 1919 seldi
hann bú sitt, flutti þá til Langruth bæjar, bygði þar
hús. Nú (1925) er hann fluttur til Lundar, Man. —-
Magnús er gleðimaður. Guðný er mikil búhyggju-
kona. Bæði eru þau hjón vinföst og kyntust vel. —
Þau hjón eiga eina dótur á lífi, Kristbjörgu að nafni.
Aðra dóttur, Karolínu að nafni, mistu þau á mjög
sorglegan hátt; hún varð fyrir voðaskoti. Guðný á
fjóra syni af fyrra hjónabandi; Bjarna, Einar, Helga
og Jón.
Jóhannes Jóensen Færeyingur. — Hann er fædd-
Ur 12 marz 1863 á Kjalarnesi í Kollafirði í Færeyjum.
Uppaiinn í Færeyjum: kom þaðan til Winnipeg
skömmu eftir 1890. Hingað í bygðina kom hann 1897,
tók heimilisréttarland og bjó þar þangað til kona hans
dó. Kona hans hét Kristín og var Sölvadóttir, ættuð
”r Skagafirði; hún dó 6. sept. 1905. Þrjú börn þeirra
v°ru á lífi, er móðir þeirra lézt, einn sonur og tvær
dætur: aðra dótturina, Guðbjörgu Þóru Sigurlínu, tókú
'il fósturs þau hiónin: Davíð Valdimarsson og kona
hans Guðbjörg Jónsdóttir; hina dótturina fóstruðu
hau h.jón : Jósef Helgason og kona hans Guðrún
Arnadóttir. — Sonur Kristínar, Jón að nafni, kom
aeiman frá íslandi okkfúm mánuðum seinna en móðir