Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 82
63
hans Jón hefir átt heima í Lagruth kaupstað og
stundað þar keyrslu. — Jóhannes Færeyingur er vand-
aður maður til orðs og æðis. Nokkuð er hann sér-
'kennilegur og semur sig ekki að háttum fjöldans.
Bjarni Tómasson. — Hann er fæddur 7. júní 1867
á Gunnsteinsstöðum í Bólstaðarhlíðar hreppí í Húna-
vatnssýslu. Foreldrar hans voru: Tómas Bjarnason
Og kona hans Kristín Guðmundsdóttir. — Kona Bjarna
var Steinunn Jónsdótir. Hún var fædd 8. marz 1868
á Skeggjastöðum í Jökuldal. Foreldrar hennar voru:
Jón Magnússon og kona hans, Kristjana Jón'sdóttir;
Jón andaðist hér í bygðinni 7. apríl 1898; Kristjana
mun enn á lífi og eiga heima í Winnipeg. Steinunn
andaðist hér í bygðinni 11. sept. 1924. — Bjarni kom
til Ameríku 1887, en Steinunn 1891. Þau giftust í
Brandon, Man., 24. desember 1897. Hingað i bygðina
komu þau 1898. Bjarni tók heimilisréttarland, sem
hann seldi síðar, og keypti annað land (sem Björn
Benediktsson bjó á), og á því býr hann nú. Þau hjón
hafa lengst um átt heima hér í toygðinni, en þó á þvi
tímabili flutt tvisvar til Big Grass-bygðar og átt þar
heima tvö ár í hvort sinn; þar að auki áttu þau tvö ár
heima á Gimli. — Börn þeirra eru fjögur: Jón; Ingi-
björg, gift og á heima suður í Bandaríkjum; Kristín,
hefir stundað kennaranám, og Anna. — Þau hjón voru
ætíð mjög gestrisin og greiðasöm.
Guðmundur Sturluson. — Hann er fæddur 22.
nóv. 1849, í Görðum í Aðalvík í Sléttuhreppi í Norður-
ísafjarðarsýslu Foreldrar hans voru: Sturla Bárðar-
son og kona hans Júdit Bjarnadóttir. Móðir Júdítar
hét Ingibjörg, ættuð frá Haukadal í Dýrafirði. —
Guðmundur lærði trésmíði hjá Jóákim trésmið Jóa-
kimssyni á ísafirði. Guðmundur kom 1888 frá ísa-
firði til Ameríku. Hefir hann lengst um dvalið í
Manitoba, var þó um.eitt skeið vestur við Kyrrahaf.
Hér í bygðinni átti hann heima frá 1899-1902. Hann