Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Síða 93
74
og fyr segir, og giftu þau Magnús sig sama ár í
Wmnipeg. Þar voru þau á annað ár, en fluttu þá til
Hallson, N.-Dak., námu land í þeirri bygð og bjuggu
þar nokkur ár. Þaðan fluttu þau til Pine Valley, Man.,
og voru þar kring um fjögur ár; þá seldu þau og
fluttu vestur að Kyrrahafi. Mun það hafa verið 1902-3.
Þau settust þegar að í Blaine, voru eitthvað í bænum
fyrst; en brátt keyptu þau 10 ekrur innan við austur-
takmörk bæjarins og reistu sér þar gott hús. Alt var
landið þar, sem annars staðar, í stórskógi, en þegar
þau seldu 16 árum seinna, mun bletturinn hafa verið
'llur hreinsaður. Heimili þetta keypti að þeim St. Ö.
Eiríksson — sá er orti verðlaunavísuna—, og býr hann
þar nú, en þau Magnús og Elízabet fluttu til Everett,
hér sunnar með ströndinni, og eru þar nú.
Þau Magnús og Elízabet hafa átt tólf börn; af þeim
lifa nú þessi: Magnús Hans, Friðrik Hjörtur, Guð-
ríður, Karólína, Daníel, og Þórarinn Halldór; öll gift.
sum í Californíu, sum í Everett, myndarlegt og dug-
andi fólk. — Af sjö systkinum Magnúsar, sem náðu