Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 96
Pétur Matúsalem 3jarnason er fæddur 1849 á
Skeggjastöðum í Fellum í
N.-Múlas. Faðir han.s var
Bjarni Bjarnson Magn-
ússonar, Arasonar, bónda
á Skeggjastöðum og siðar
1 Kolstaðagerði í Valla-
neshreppi í S.-iMúlasýslu.
Móðir Bjarna, en amma
Péturs, var Helga Einars-
dóttir frá Iíorni í Horna-
firði í A.^SkaftafellssýsIu,
en móðir Helgu var Þór-
unn, er kölluð var Horna-
fjarðars-ól, — ein af feg-
urstu konum á íslandi á
sinni tíð — máske sú feg-
ursta. Móðir Péturs hét
Guðfina (kona Bjarnaj.
Hún var dóttir Einars bónda og Margrétar Péturs-
dóttur frá Hákonarstöðum. Alsystir Margrétar þess-
arar var -lorbjörg langamma Jóns ritstjóra Ólafs-
conar og þeirra systkina. Er ætt sú kend við Hákonar-
staði og talin að vera ein hin fjölmennasta, sem nú er
uppi á íslandi.
Pétur ólst upp hjá foreldrum sínum og kvæntist
hjá þeim 1875 Sigþrúði Þorkelsdóttur Árnasonar, Stuf-
ánssonar Schevings prests á Presthólum. Móðir Sig-
þrúðar var Ólöf Einarsdóttir frá Geirólfsstöðum.
Móðir Ólafar var Guðrún Gunnlaugsdcttir prests að
Hallormsstað. -— Ári síðar, 1876, fluttu þau hjón vest-
ur um haf, til Canada, og til Nýja íslands. Námu þau
land í Breiðuvíkinni og nefndu land sitt Eyrarbakka;
þar bjuggu þau í sex ár og mistu eitt barn úr bólunni,
sem þar geysaði fyrsta árið, sem þau voru þar. Frá
Nýja íslandi fluttust þau suður í N.-Oak. 1882 og
námu land á sléttunum skamt frá Cavalier. Þar bjó
Pétur í 20 ár. Á þeim árum misti hann og konu sína