Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 102
.rs
árum vann hann eitthvað við verzlun, en lengst fyrir
New York lífsábyrgðar félagið. Til Blaine kom hann
1904, kom sér þar upp allgóðu húsi, en skifi á því tveim
árum síðar fyrir 40 ekrur út við Birch Bay. Land það
átti þá Kristján Friðriksson. Flutti Kristján inn í
bæinn, en Þorgeir út á landið, og hefir hann búið þar
síðan. — Þorgeir er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Anna Árnadóttir frá Marbæli í Seiluhreppi í Skaga-
fjarðarsýslu (sjá Alm. 1924, bls. 84). Seinni kona Þor-
geirs er Guðrún Ingjaldsdóttir Þorsteinssonar frá Bala-
skarði í Syðri Laxárdal, Húnavatnssýslu Móðir Guð-
rúnar var Sigurlaug Guðmundsdóttir, ættuð úr Borg-
arfirði vestur. Guðrún er fædd 1866, ólst upp með móð-
ur sinni og kom með henni og systur sinni Ingu vestur
um haf 1891 til Winnipeg, og þar var hún í 10 ár, eða
þar um; fór vestur að hafi 1901 — til Seattle, giftist
Þorgeiri 1902. Nú eru bæði móðir hennar og systir
látnar fyrir noklcru. — Þau hjón, Þorgeir og Guðrún,
hafa átt fjögur börn, þrjá sonu og eina dóttur. Yngstl
3onurinn, Þorgeir að nafni, lézt 10. jan. 1924, 13 ára
gamall og hið efnilegasta ungmenni. Þau, sem lifa, eru:
Árni Beinteinn, Sigrún Hólmfríður og Einar Gísli.
Tvö þau síðastnefndu hafa útskrifast af Blaine háskól-
anum, og Sigrún af kennaraskólanum (Normal) í Bell-
ingham. Árni tók og burtfararpróf af alþýðuskólanum
og býst við að halda áfram námi við hærri skóla síðar.
— Þau hjón munu, sem fleiri, hafa byrjað með lítil efni,
en svo hefir þeim búnast vel, að þau eru talin með efn-
uðustu bændum hér um sóðir. Enda hafa þau þurft á
miklu að halda. nú hin síðustu árin. Um það leyti, sem
Sigrún lauk námi við kennaraskólann, heimsótti tær-
ingin heimili þeirra, og yngsti sonurinn varð henni að
bráð, svo fljótt og óvörum, að lítilli vörn varð við kom-
ið. Og síðan hafa foreldrarnir barist við þann Ovætt
".m líf og heilsu hinna barna sinna. Sigrún hefir verið
á annað ár á tæringarhæli í Seattle, og Árni fleiri mán-
uði; Einar slapp að mestu. Hefði enginn fátæklingur
staðist þann kostnað. Nú et-u loks góðar vonir um, að