Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 106
87
árin, en vann við uppskeru á sumrum í N.-Dak. Árið
1894 fór hann vestur að hafi, var í Seattle þar til
1899; flutti hann þá til Marietta, Wash. og var
þar í sjö ár. Til Blaine flutti hann 1906, og hefir ver-
ið þar síðan. — Pétur stundaði landbúnað og sjávar-
útveg jöfnum höndum framan af veru sinni hér, og
jafnvel unnið daglaunavinnu, þegar svo hefir staðið
á. Hann hefir skift um bústaði nokkuð oft, selt og
keypt, og allsstaðar liggja eftir hann mikil verk. Um
eitt skeið lifði hann inni í bænum (Blaine), keypti þar
hús og á það víst enn, en leigir nú sjálfur land nokkr-
ar milur frá bænum og býr þar
Pétur kvongaðist 1892. Kona hans er María Jó-
hannesdóttir og Sigurbjargar Kristjánsdóttur, ættuð
úr Þingeyjarsýslu. María er systir konu Steingrims
Hall (getið hér síðar). Hún er fædd 1870 á Ljósa-
vatni í Þingeyjarsýslu. Sex börn hafa þau hjón átt;
dóu tvö í æsku; þau sem lifa, eru: Jakobína Is-
fold, kona Kristjáns Jónssonar Freeman, til heimilis í
Blaine; Gísli Sigurjón, giftur Steinunni Valdimars-