Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 112
93
unni íslenzku, sem kölluð var Marshland-bygö ('Nú
Isafold P.OJ. Eg tók eftir því, hvaö hún' heilsaði fólk-
inu hlýlega, og hvað allir virtust vera glaðir aö sjá hana.
—Þóra var meðal-kvenmaöur á hæð, og sérlega falleg
í vexti, var friö sýnum, með dökt hár og blá augu, djúp
og gáfuleg. Framkoma hennar öll óg viðmót bar þess
Ijósan vott, að hún var af góðu bergi brotin. Rödd
hennar var þýð, ljúf og viðkunnanleg, og hún kunni vel
að haga orðum sínum. Hún lét í Ijós áliti sitt á einu og
/öru mjög hiklaust og blátt áfram, hver sem í hlut átti.
og mælti aldrei æðru-orð, þó eitthvaö blési á móti. Til
hennar var gott að leita ráða, því að hún var sanngjörn
og réttsýn og hafði mikla. og góöa dómgreind. Og er
])að í alla staði rétt, sem Ólafur G. Johnson segir í hinu
fallega kvæöi, sem hann orti eftir Þóru:
“Ef tillögu þinnar var leitaö, það lög voru talin.”
íslenzka nýlendan í Marshland var fremur strjál-
bygð, og var viða mjög langt á milli húsa, og samgöng-
ur ekki eins miklar og víða annarsstaðar, þar sem bvgð
er þéttari. En þrátt fyrir það, var þar góður félags-
skapur hjá íslendingum, og samkomulagið hið bezta sem
hugsast ga.; enda var þar gott og heilbrigt fólk sraman
komið, og margt af því vel upplýst, gáfaö og hneigt fyr-
ir Ibækur. Voru skemtisamkomur haldnar þar með
köflum, einkum á vetrum, og á stundum sýndir sjón-
leikar. Tóku þau Austmanns-hjónin ágætan þátt i þeim
skemtunum og lögðu oft mikáð í sölumar, til þess aö
þær gætu farið sem allra bezt fram. ('Höfðu þau Dæði
mikla unun af söng, og Þóra hafði söngrödd sérlega
fagráj. Oft var erfitt fyrir þau á vetrum, að undirbúa
samkomurnar og sækja þær, í hvaða veðri sem var, þar
sem heimili þeirra var margar mílur frá samkonnihús-
inu og yfir eyðisléttuna að fara. En þau voru þar ætíö
fyrst i för, og með þeim fremstu í öllum félagsskap —
hin helztu til þess að hjálpa og gleðja.
Hús Austmanns-hjónanna í Marshland-nýlendu var
í þjóðbraut; og mátti kalla, að það væri eins konar
griðastaður og kastali á leiðinni frá Gladstone-bæ til ný-