Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 122
HELZTU VIÐBURÐIR og MANNALÁT
mebal Íslendínga í Vesturheimi.
VoriS 1925 útskrifaÖist úr læknadeild háskólans
í Edmonton, Júlíus Grímsson, sonur Siguröar bónda
Grímssonar viö Burnt Lake,Alta. (sjá Almanak 1913).
Vorið 1925 útskrifaöist af prestaskóla norsku
kirkjunnar í St. PaulMinn., Valdimar J. Eylands.
Sama ár 24. Júní vígður á kirkjuþingi, hins ev. lút.
kirkjufél. ísl. í V.heimi til safnaöanna í Mouse River
bygöinni í Norður-Dakota.
Viö vorprófin 1925 luku meistaraprófi: Valdim.
A. Vigfússon frá Tantallon, í efnafræði við háskólann
í Saskatchewan. Thorvaldur Johnson úr Nýja ísl.
í jurtasjúkdómi, við háskólann í Minnesota. Agnar
Rae Magnússon frá Lundar, Man., við háskóla
Manitobafylkis.
12. júní 1925 tók stúdentspróf við háskólann í
Valparaisso í Bandaríkjunum, Sveinbjörn Olafsson
frá "Winnipeg,
í júní 1925 útskrifaðist frá læknadeild háskol-
ans í Illinois-ríki, Páll Vídalín Jameson, sonur Guð-
mundar Eyjólfssonar Guðmundssonar frá Eyjabakka
á Vatnsnesi og konu hans Ingibjargar Margr. Jóna-
tansdóttur Davíðssonar frá Marðarnúpi í Vatnsdal.
Búa þau hjón í Spanish Fork.
23. ág. 1925 vígð kirkja Sambandssafnaðar í Ár-
nesi í Nýja ísl. Prestur safn. séra Eyjólfur Melan
lýsti vígslu og séra Rögnv. Pétursson flutti vígslu-
ræðuna.