Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1903, Blaðsíða 53
henni t samkoraur, leikhús og jafiivel stund-
um til kyrkju, enda þóft honum fyndist það
reyndar nokkuð mikið. Ilún Var fremur
hæglát, en skilningsgóð, löttlynd og aídrei
uppáþrengjandi, né heldur þur eða dutl-
ungasöm. Oft sagði hann henni, að ómögu-
lcgt væi'i að fá ákjósanlegri vin en hana,
hún skildi sig svo dæmalaust vel, hann
væri aldrei í vandræðum með umtalsefni
hjá henni.
Aldrei hafði hánn minnst á liina fjar-
lægu vinkonu sína við h-ana, né sagt bréfa-
v’iðskiftavinu sinni frl þessari.
Einu sinni kom það fyrir, að yíirborðið
á lífssjó þessa sörkennilega manns, breyttist-
dálítið að útliti. Hann liafði ekki skrifað
þéssari fjarlægari vinkonu sinni nema einu
sinni síðustu viku. En hvað um það, eitt
bröf hefði hann þó átt að fá þessa viku, en
það kom þó ekki. Þá sendi liann henni fá-
einar línur og löt þess getið að hann hefði
vonast eftir bréfl. Vikan leið til fimmtudags
án þess hann "fengi svar. Þá sendi hann
málþráðarskeyti, en þegar hann kom frá
verki sínu næsta mánudagskvöld, og varð
þess vísari að ekkert svar var koraið, tók
hann eintak af Omar Khayyam, stakk því
í vasa sinn og fór á fund málvinu sinna,r.
Hún varð þess brátt vör, að hann var
ólíkur sjálfum sér. Stundum var hann þög-
19