Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1903, Blaðsíða 81
hússbónda síns, Hvort eigandi hans er rífc-
ur cða fátækur þá yflrgefur hann hann
aldrei, fylgir honum eins glaðlega í hreysið
eins og í höllina, og biður um ekkert endur-
gjald nema hlýleg orð og mola af borðum
hans.
Kötturínn verndar oss fyrir mfisum og
cykur glaðværð á heimilum vorum.
Það er fjöldi af dýrum sem gjöra heiminn
skemmtilegri og anka á velferð vora. Þan
fylla skóginn með hrífandi söng, þau prýða
haga og cngi með sinni víðfeldnu nærveru.
Þau fylla árnar og lækina, vötnin og haíið
með sínum fjörugu og lipru hreyflngum.
Af því þau gjöra svo míkið fyrir oss, þá
skyldum vér einnig gjöra allt sem vér get-
um, til að gjöra líf þeirra farsæltog skemmti-
legt, og ætíð gefa þeim gott fæði, hús og
hirðu og hlý orð, og sýna þcim miskunnsemí
og nærgætni í meðferð vorri á þcim.
í fyrsta kap. fyrstu Mósosbókar er oss
sagt, að „guð liafl skapað nautin“. Cg í 8:.
kap. sömu bókar stendur, að guð hafl minnst
nautahjarðanna. í 104 sálmi scendur, að
guð hafl látið grasið vaxa fyrir nautin. Og
í 50. sálmi er sagt, að nautin á þúsund hœð-
um séu hans.
Ilafi nú guð skapað nautin og minnst
þeirra, látið grasið vaxa fyrir þau, og viður-
47