Almanak um/fyrir árið 1900-1905 - 01.01.1903, Blaðsíða 77
Ég flnn saunt til, live áfram œíin líður,
live ótt mig timinn ber á leid til grafar,
þótt kyr ég sitji, samt ég flýg án tafar,
live svo án viðburda mitt lífsfley skríður.
Og burt frá æsku, burt frá sœld og gleði,
og burt frá vinum, sem ég aldrei gleymi,
uhs bleikur nár ég burt úr þessum lieimi
á börum fluttur verð að hiusta beði,
Ó falska líf, þú tál og tiifra-draumur,
æ tilveran er ekki næpuvirði,
því mannlífið er mestallt böl og byrði,
en bernskan villtur, hugsunarlaus glaumur.
Ó aumum manni engir geislar skína,
live oft þó bæn til guðs frá lijarta stígur,
nei, htigurinn sig þreyttan frarn um flýgur
og flnnur ei, en íamar vængi sína.
Ó allt til grafar, allt í dauðans sæinn,
því engin skíma lýsir vegfaranda.
Við eilíft myrkur andinn loks má stranda
því ekkert teikn oss boðar lífsins daginn.
S. B.
43