Afturelding - 01.11.1940, Síða 4

Afturelding - 01.11.1940, Síða 4
Sendisveinn Guðs. Aumingja litla Kaja mín, það verða engin jól hjá þér í þetta sinn«, Frú Gran bylti sér eirðar- laust í rúminu. Kaja var að glíma við að hneppa skóna sína. Það var alltaf erfitt, en ekki sízt í dag, af því fingurnir vciru stirðir af kulda og augun fljótandi í tárum. »Segðu mér aðeins, mamma, hvað ég á að gjöra, þá get ég séð um heimilið, á meðan þú ert veik«. En Kaja fékk enga áheyrn hjá móður sinni í þetta sinn. Hún hélt áfram að bylta sér og, taut- aði í sífellu: »Aumingja Kaja mín — engin jól!« Petta dugði ekki. Kaja varð að reyna að kveikja upp eldinn frá kvöldinu áður. Hún hafði oft tekið eftir, hvernig mamma fór að, er hún kveikti upp aldinn. Pað gekk líka vel, og brátt fór að hlýna 1 stofunni. En gott væri að fá brauðsneið.. Kaja fór að leita frammi í eldhúsinu og fann disk með tveimur brauðsneiðum. »Má ég ekki bjóða þér brauðsneið, mamma mín«, sagði hún. En mamma svaraði engu, og þá borð- aði hún sjálf brauðsneiðarnar. Ef til vill svæfi mamma, og þá mundi henni bráðlega f ara að batna. Tíminn leið svo hægt — svo hægt. Eklurinn kulnaði út. Kaja litla sat við gluggann og horfði á hóp af spörfuglum, sem höfðu tekið sér sæti á renn- unni og kúrðu sig' niður, svo að þeir líktust helzt ofurlitlum gráum bandhnyklum. »Hver skyldi gefa þeim mat, þegar þeir eru svangir?« hugsaoi hún. »Pabbi og mamma í Vatns- rósabæ voru vön að segja, að það væri Guð, sem gæfi okkur matinn. Þess vegna ættum við að þakka honum fyrir hann, en þegar ég sagði mömmu frá því, þá ,hló hún og sagði, að ef maður vildi fá eitthvað að borða, yrði maður víst sjálfur að hafa, fyrir því«. Mömmu hennar líkaði heldur ekki, þegar Kaja var að tala um »pabba og mömmu« í Vatnsrósa- bæ. »PÚ átt aðeins rétt og slétt að segja: Herra og frú Gunnarsson«, sagði hún í ströngum tón. »Þú ferð aldrei framar til þeirra í sumardvöl, ég vil ekki láta þau kenna þér neina vitleysu«. En þegar mamma gat nú ekki gefið Kaju að borða,, ætti hún þá ekki að reyna hjá Guði. Hún lokaði augunum, eins og hún hafði séð, að Gunn- arsson gjörði, þegar hann var að tala við Guð, og síðan sagði hún hinum góða Guði frá raunum sín- um. Sagði honum, að hún væri orðin svöng, og að 64 mamma sín væri veik. »Pað væri voða gott, ef Guð vildi gjöra svo vel að senda mér fljótt mat«,. bað hún. Svo þrýsti hún nefinu flötu að glugga- rúðunni og skimaði eftir sendisveini GuðS., »því að varla gæti hann farið að ómaka engil með svona lítilræði«. Desembermyrkrið færðist óðum yfir og varp- aði löngum, ömurlegum skuggum á snjóinn úti fyrir. Pá heyrðist allt í einu bjölluhljómur neðan af þjóðveginum og sleði stöövaðist fyrir framan húsið. Hver gat þetta verið? Ekki gat jólasveinn- inn verið kominn svona snemma, því að það var ekki aðfangadagskvöld fyrr en á morgun. Hún sá nú manninn í sleðanum sveipa utan af sér sleðafeld- inum. Var það þá ekki pabbi í Vatnsrósabæ? Kaja þaut út í dyrnar og var gripin af tveim- ur sterkum örmum. »Kaja litla! Ég átti að bera þér kveðju frá vatnarcsunum. Pær eru nú reyndar sofandi undir ísþakinu, en í vor munu þær áreið- anlega vakna aftur«. Hann bar hana inn í stof- una og sleppti henni þar, þá allt í einu munui Kaja eftir því, sem mamma hennar hafði sagt og fór að hágráta. Svo sagði hún: »Ég fæ aldrei framar að koma að Vatnsrósabæ, mamma vill ekki lofa mér þangað«. »Hvar er mamma þín?« Gunnarsson óðalsbóndi litaðist um í hálfmyrkrinu. Pá varð hann var við þungan andardrátt sjúklingsins og gekk að rúmi hennar. »Mamma er veik«, sagði Kaja. »Hefir læknir verið sóttur?« spurði hann. »Nei«. Kaja þrýsti sér upp að honum. »Er mamma mikið veik, heldurðu?« spurði Kaja litla. — »Já, ég held það, en nú skal ég senda Jóhann eftir lækni, og á meðan við bíðum, getur þú sagt mér frá, hvern- ig þér hefir liðið í dag«. Kaja sagði nú frá eldinum og brauðsneiðunum og hinu undarlega tali mömmu sinnar um jólin. »Ertu ekki ennþá farin að borða miðdegismat?« spurði Gunnarsson. »Nei, ekki ennþá, en ég er að bíða eftir sendisveini Guðs,. Heldurðu ekki, að Guð sendi mér ofurlítið að borða, þegar hann veit, að ég get ekki útvegað mér það sjálf ?« »ábyggilega«, sagði Gunnarsson og tók um leið upp vasaklútinn sinn og snýtti sér áberandi harkalega. Læknirinn kom nú og Kaja heyrði hann segja, er hann var búinn að hlusta sjúklinginn. »Það er lungnabólga, hún verður að fara á sjúkrahús«. Svo kom sjúkræ bíllinn og sótti mömmu hennar. Kaja fór ekkert. að gráta, hún átti nefnilega að fá að fara heim á sinn ástkæra Vatnsrósabæ og vera þar, meðan

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.