Afturelding - 01.08.1945, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.08.1945, Blaðsíða 7
AFTURELDÍNG Bréfum svarað Betcl í Vestmannaeyjum. Upp á síðkastið hafa okkur borizt nokkur hréf með vinsamslegum eftirgrennslunum um það, sem .sagt var í síðustu Aftur'elding, að útlielling Heilags Anda liafi átt sér stað í Betelsöfnuðinum í Vestmanna- ■eyjum. Vegna þess að bréfin bera það greinilega með .sér, að hér er um einlægar hugsanir að ræða, þá þykir okkur rétt að skrifa nokkuð um þetta í blaðið. Um leið berum við þá ósk fram við lesarann, að hann vilji gera svo vel að fletta upp á þeint ritn- ingarstöðum, er kann að verða vitnað til og athuga })á í sambandi við það, sem sagt verður. (Post. 17, 11). Síðastliðinn vetur, sem og tvo vetur næsta áður, hefir Betelsöfnuðurinn Iiaft reglubundnar bænasam- komur á liverjum degi, frá kl. 4—5. Hin brýna þörf á trúarvakningu meðal þjóðar okkar, og á krafti Heilags Anda í lífi Guðs barna, sem er fyrsta skil- yrðið fyrir vakningu, var aðalástæðan fyrir því, að .söfnuðurinn hófst handa um þetta. Á síðasta vetri var þetta þó tekið miklu fastari tökum en áður og ■var því enn meiri áhugi fyrir þessu innan safnað- •arins en fyrr. Þótt margir í söfnuðinum stundi fasta .atvinnu, þá var þátttaka á bænasamkomunum mjög :gÓð. Það var ekki langt á veturinn liðið, þegar greini- leg einkenni komu fram um það á bænastundum þessum, að sérstakrar endurnýjunar og blessunar frá Guði mætti vænta þá og þegar. Um miðjan janúar kom svo úthelling Iíeilags Anda yfir eina slíka sam- komu. Nærvera Guðs varð allt í einu Ijós öllum við- stöddum á sérstakan hátt. Um leið og kraftur Heil- ^ii Anda kom bersýnilega yfir marga í senn, sá svsl- ir ein hjart ljós yfir fólkinu, sem var að biðja. Á •einu augnabliki breyttist bænin, frá því sem venju- legt var, í háværa, kröftuga, samfellda og viðstöðu- lausa lofgerð. Varð þetta svo leiftursnöggt, að Orð 'Guðs í Post. 2, 2 virðist lýsa því bezt: „og skyndi- l<’ga vartj gnýr af himni, ains og áSdynjandi stork- ■viðris, og fyllti allt húsiS, som þoir sátu í“. Tvær stúlkur skírðust þarna í Heilögum Anda og töiuðu báðar ókunnum tungum. Þegar þær, inn á milli, töluðu á sínu eigin máli, varð lofgerðin til Jesú og um endurlausn lians fyrir blóðið svo þrungin af (iuðs dýrð og tilbeiðslu, að hver sem heyrði lilaut að kom- ast mjög við af því (Jóli. 16, 14). Ekki skírðusl nema tvær stúlkur í Andanum í þetta sinn, því að við vog- um ekki að segja, að sá sé skírður í Heilögum Anda, sem ekki fær sömu einkenni — talar öðmm tung- um — og fylgdu skírn Andans í frumkristninni. (Post, 2, 1—4; Post. 10, 44—47; Post. 19, 1—6). Þó virtist Guðs Andi fylla marga aðra þarna samtímis að vissu marki, eftir því sem móttækileiki þeirra virtist gefa rúm fyrir. Nokkru seinna öðluðust sumir þeirra skím Andans, því að þá „lieyrðum vér þá tala tungum og mikla Guð“. (Post. 10, 46). Enn var það mjög eftir- tektarvert, að safnaðarfólkiö, sein var öðru fyrr skírt í Andanum, fékk nú svo mikla og endurný'jaða fyll- ingu, að það var líkt og þegar það skírðist í Andan- um, og sumir jafnvel meiri. Þar með fær Post. 4, 31 harla ljósa staðfestingu. Þar segir nefnilega, að þegar postularnir voru saman komnir til bænar í eitt skipti, hafi jafnvel staðurinn hrærst og þeir allir fyllst Heil- ögum Anda. Þetta var miklu seinna, en þeir lilutu skírn Andalis á hvítasunnudag, og sýnir því, livernig endurnýjun og fylling Andans getur endurtekið sig. Þetta liöfum við séð gerast liér í Betelsöfnuðinum í vetur, og er þar af leiðandi alveg í 6amhljóðan við Guðs Orð. Eftir það að Heilagur Andi koin yfir söfnuðinn á nefndri bænasamkonni, var hann alltaf öðru livom yfir söfnuðinum, þegar hann kom saman til bæna, með líkum eða alveg söniu einkennuiu Alls liafa 0 skírst í Heilögum Anda og margir að - fengið svo mikinn forsmekk, eða stígandi fyllingu, að vænta má að þeir fái skím Heilags Anda þá og þá. Þótt við ekki skildum tungumar, sem talað var á, voru þær skýrar og frábrugðnar hver annarri. Ekki 39

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.