Afturelding - 01.12.1952, Page 11

Afturelding - 01.12.1952, Page 11
A F T U R E L D I N G Caiólína snýr sér frá leiklistinni. Þegar hin þekkta revýustjarna, Carolina Christensen, yfirgaf leiksviðið og gerðist i þess stað Hvítasunnukona, fengu fréltaritararnir nokkuð að skrifa uni, sem vakti athygli. „Hún biður um fyrirgefningu syndanna,“ var íkrifað í stóru vikufréttablaði sænsku, og með fylgdi heil- síðumynd af söngkonunni. „Revýustjarna rnýr sér,“ var skrifað í hinu stóra norska myndablaði, „Kristen Ung- dom.“ — Álitið um afturhvarf hennar var mjög mis- munandi. Sumir voru glaðir yfir Jrví, aðrir ásökuðu hana. Meðal þeirra glöðustu var móðir hennar, sem hafði haft Carólínu að bænabarni um mörg ár. Nú loks fékk hún að sjá bænasvarið. Móðir liennar hefur um allmörg ár tilheyrt Fíladelfíusöfnuðinum í Stokkhólmi. Carólína hafði samt sem áður um árabil brynjað sig gegn því og lokað sig frá því að láta kristindóminn hafa áhrif á sig. Hún hugsaði sér að komast af bæði án Guðs og Hvítasunnumanna. En gegn fyrirbæn móðurinnar ork- aði hún ekki að berjast. Auðvitað var J>að mér mikil gleði ]>ersónulega, að fá að heyra til hinnar frægu söngkonu, þegar ég heim- sótli Fíladelfíusöfnuðinn í Stokkhólmi. Hún söng þrjá dýrlega Hvítasunnusöngva, meðal annars „Tala við Jesú um allt,“ sem einnig er til á íslenzku. Eftir einn söng- inn hrópaði hún hreimskært hallelúja, og maður skynj- aði, að ]>að v'ar ekkert utanað lært, heldur kom J>að al- gerlega frá innstu fylgsnum hjartans. „Hvað finnst þér um hana Carólínu?“ var setning, sem ég oft mætti í Stokkhólmi. Öllum fannst svo mikið til um liana:-— og nú, ]>egar ég hef heyrt lil hennar og sé hina einkar guð- elskandi veru hennar, skil ég betur, hvers vegna. Það er citthvað við rödd hennar, sem snertir hið harðasta hjarla, og röddin er fögur, mjúk og innileg. Maður með sér, hvert sem hann fer og les hana mjög mikið. Ski]>lir einu hvort sem hann kemur til aðalstöðvanna í Englandi eða hann er inni í hinum brennheitu skógum austurálfu. Jafnskjótt, sem ég heyrði þetta, segir M. H. Sparks flugmaður, ákvað ég, að Jressu fordæmi skyldi ég ávallt fylgja síðan. Oswald J. Smith: Myiidin tekin rétt eftir afturhvarf hennar. skynjar, að hún hefur boðskaj) að flytja, J>egar hún syngur. Hún syngur ekki til að láta taka eftir sér. Ef hún hefði viljað, þá liefði hún vel getað komið fram þar, sem meira er lnigsað um sönginn frá sjónarmiði listarinnar. Nei, söngur hennar er boðskapur, — og það er vissulega tilætlun Guðs, að J>ær gáfur, sem Hann gefur, skuli vera notaðar í þjónustu hans. Það getur verið fróðlegt að vita, hvernig ]>að atvik- aðist, að Carolina varð Hvítasunnukona. Hún segir svo frá um það sjálf: Eg varð veik af berklum og var lögð á berklahæli í Noregi. Þá var það, að móðir mín lagði mig fram sem 75

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.