Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 2
AFTURELDING tJtvarpssamtal við Tagc Krlandfr forsætisráðhcrra Svíþjóðar. írá ótta mínum við að trúa kenningu Biblíunnar uin frelsi tyrir mig persónulega. tijomn satu hljóð og hlustuð'u. Ég hélt áfram og sagði frá ierö minni til Finnlands, sem sjálfboðaliði í styrjöld- inni. h,g lýsti því, er Guðs rödd talaði til mín, þar sem eg iá særour og blóðugur á hóteli í Helsingfors. Hvernig ég bjó mig undir ferð til vígstöðvanna og reynslu minni í tyrstu hernaðarátökunum er ég sá félaga minn falla við hlið mér. Þá heyrði ég rödd Guðs tala til mín skýrt og greinilega. Eg sagði frá páskunum 1944, þegar ég mætti 1 rank IVJangs í herbúðunum og sýninni, er ég sá Jesúm bangandi á krossinum. Ég kom að þeirri ógleymanlegu stund er ég nótt eina í bragga meðal 14 óguðlegra her- manna ákvað að taka á móti Jesú sem frelsara mínum. Ég varð sjálfur gagntekinn er ég rakti þessar endur- minningar og þegar mér varð litið á hjónin glitruðu tár á augum þeirra. Frúin stóð upp og gekk inn í annað her- bergi, en ráðherrann mælti: — Segið frá meiru. Ég hélt áfram og sagði frá hver áhrif það' hafði á líf mitt að mæta Jesú. Eg fékk nýja sýn á mennina, þjóðfélag- ið og stjórnmálin. Ég sagði frá því sem ég reyndi sem ný frelsaður í blóðugum átökum á Kanelska-nesinu, sum- arið 1944, þegar Rússar tóku Viborg og hafði tækifæri til að vera með, þar sem stríðið var harðast og hvernig ég reyndi aþreifanlega bjargandi hönd Guðs. Að síðustu sagði ég frá handleiðslu Guðs með líf mitt þar til ég kom inn í hiutverk mitt sem kristinn útvarpsfréttamaður. 34 Er við skildum, þrýsti ráðherrann hönd mína og sagði: — Ég mun aldrei gleyma frásögn yðar. Stundu seinna er ég var kominn í hótelherbergi mitt, beygði ég kné mín og þakkaði Drottni fyrir þetta tækifæri að vitna um frelsi mitt. Það er svo óendanlega margt hliðstætt þessu, sem hægt væri að segja frá. Atvik, sem hafa sýnl þýðingu þess að hafa kristilegt útvarp með trúuðu starfsfólki, sem getur borið fram vitnisburð um frelsi sitt fyrir öllum stéttum þjóðfélagsins. Eitt sinn var ég á ferð á Skáni, á útvarpsbílnum með hljóðnemann. Þar sá ég stóra vindmyllu í gangi. Ég ók þangað til að hitta malarann og biðja hann um samtal fyrir útvarpið. Við gengum upp 100 ára gömul þrep hússins og malarinn sagði frá lífi sínu og starfi. Þegar við komum aftur niður á neðstu hæðina gengum við inn í vclahúsið. Meðan hann útskýrði þar gang vélarinnar, bra fyrir skugga á andliti hans. Ég sá að hann gaf hljóð- nenianum hornauga, svo að mér fannst rétt að taka hann úr sambandi. Malarinn horfði á sérstakan stað á gólfinu. Svo sagði hann hrærðri röddu: — Á þessum stað framdi sonur minn sjálfsmorð. Hann gat ekki haldið tárunum aftur. llin óttalega end- urminning varð honum um megn. Nú var þetta ekki leng- ur útvarpssamtal. Malarinn stóð þarna með þunga sorg- arbyrði. Ég var ekki lengur fréttamaður með áhuga fyrir vindmyllu. Nei, mig langaði að sýna meðbróður samúð og reyndi að segja nokkur huggunarorð. Brátt komum við i alvarlegt samtal um vandamál lífsins og ég fékk tækifæri til að benda á Jesúm, sem getur leyst gáturnar og létt af byrðunum. Atburðarásin streymir fram í huga mér. Við sátum fimm saman í herbergi. Miðaldra maður ásamt konu sinni og nágranna sátu andspænis mér og félaga mínum. Andlit mannsins var merkt rúnum margra ára reynslu við sjó- björgunarstöð. Andlitsdrættir lians mörkuðust af storm- um og striti. Augun djúp og alvarleg virtust endurspegla misjafna atburði frá æstu, ólgandi hafinu þar sem hann vann að því að bjarga mannslífum frá bráðum dauða. — Þér hljótið oft að hafa séð smæð mannanna, sagði ég. — Samanborið við krafta náttúrunnar, verðum við öll smá, svaraði hann alvarlega og horfði niður á borðið. — Já, og sjáum við þann Guð, sem stendur á bak við þau öfl, verðum við enniþá smærri, sagði ég. Nágranninn velti vindlingnum milli fingra sér. Hann fann að samtalið var að snúazt um andleg efni. Konan sat óróleg og eftirvæntingarfull við hlið manns síns. Einnig á þessum stað fékk ég að segja frá reynslu minni mcð Guði og björgunarmaðurinn hlustaði á með eftirtekt. Þegar við bjuggumst til brottfarar þrýsti ég

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.