Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 15
AFTURELDING / D fiifdgd nia2 ^)<isu. Það var í gegnum erfiðan sjúkdóm, sem Drottinn kall- aði mig til fylgdar við sig. Ég hafði lítið hugsað um lífið eftir dauðann, fyrr en ég stóð frammi fyrir 'þeirri stað- reynd, að lífið hér á jörð tekur enda. Það var árið 1943, að ég veiktist haslarlega og kom þá sú hugsun til mín, að nú væri það komið að mér að kveðja þetta líf. Ég komst í mikla andlega neyð, því að ég fann að mig vantaði fót- festu, andlega talað. Ég hafði trúað á Jesúm, en ég hafði aldrei gefið honum hjarta mitt. Ég átti því láni að fagna að eiga trúaða móður og var liún hjá mér á þessari reynslu- stund. Kvöld eitt bað ég móður mína að lesa fyrir mig úr Guðs orði og gerði hún það. Hún las fyrir mig úr Róm- verjabréfinu: „Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.“ (Róm. 5;1). Ég greip um þetta orð með minni veiku trúar hönd, að ég réttlættist fyrir trúna á friðþægingarverk Drottins Jesú. Guði sé lof, ég fékk náð til að taka á móti þessu í trú, og smám saman hvarf myrkrið úr sál minni en frið- ur Guðs kom inn í hjarta mitt. Ég fór strax að Iesa Guðs orð og næra sál mína á því og þá sá ég betur og betur, hve niikla hluti blessaður frelsarinn hafði fyrir mig gert. — Hann leiddi mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta, samanber sálm 23. Nú eru liðin 15 löng sjúkdómsár og ég get sagt: „Dýrð sé Guði, hann er hinn sami.“ Hann hefur horið mig yfir erfiða daga og dimmar nætur, en réttlætissól frelsarans hefur lýst upp veg minn. Eftir því sem ég las meira í Biblíunni minni, opnaði Drottinn augu mín fyrir sannleikanum í orði sínu og þar á meðal var skírnin, því Guðs orð segir: „Sá, sem trúir og verður skírður mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fyrirdæmdur verða.“ (Mark. 16; 16). Nú bar einnig mér að stíga þetta hlýðnis spor, ef ég vildi fara eftir því sem Biblían bauð að gera skyldi. Nú hófst barátta í sál minni og það tók mig langan tíma að ákveða mig, en Drottinn var þolinmóður við mig, og hann leiddi barnið sitt hægt og hægt inn á veg sann- leikans. Svo var það 6. desember 1956, að ég lét skírast niðurdýfingarskírn í Fíladelfíu á Akureyri. Ég get ekki sagt með orðum hve mikla andlega blessun ég fékk við það, að ganga veg hlýðninnar. Guðs orð segir: „Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti.“ (Matt. 3; 15). Þar stendur einnig: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ (Matt. 6;33). Við hljótum óvallt blessun er við hlýðum því, sem í Guðs orði stendur, því það er áreiðanlegt að velþóknun Guðs hvílir yfir lífi þess manns, sem vill hafa hans orð að leiðarljósi. Ég vil lofa nafn frelsara míns, sem hefur gert líf mitt auðugt, þrátt fyrir sjúkdómsstríð og erfið- leika. Við þig, kæri vinur, sem lest þennan fáorða vitnisburð, og ekki enn hefur eignast lifandi trú á Jesúm, vil ég segja þetta: Leitaðu uppi Biblíuna jiína og lestu í henni. Þar finnur þú veg lífsins, sem er Jesús Kristur. Ilann segir sjálfur: „Ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið, eng- inn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóh. 14;6). Þar finnur j)ú huggun og hjálp í sorg og þrautum, og [>ar heyrir þú einnig laðandi, kærleiksfulla rödd hans hvísla: Fylg þú mér! Sojjía Vigjúsdóttir, Akureyri. Þá skeði undrið, ég endurfæddist og með nýjum vilja og hug gekk ég móti framtíðinni eins og annar maður. Fjórtán dögum síðar tók ég skírn og tveim vikum eftir j)að skírðist ég í Ileilögum Anda. Síðan eru nú liðin mörg ár og Guð hefur í nóð sinni varðveitt mig og hjálpað. Og þúsund og aftur þúsund geta vitnað um það sama sér lil handa. Sá Guð, sem hefur varðveitt okkur, liann mun einnig varðveita ])ig, sem ný- lega hefur byrjað að ganga lífsins veg. Gefðu þig með öllu trausti í hans trúföstu hendur. Hans dásamlega fyrirheit stendur stöðugt : „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldarinnar.“ GULLKORN DAGSINS. Eina nótt, þegar ég lá vakandi, kom djöfullinn og vildi tala við mig um hversu stór syndari ég vœri. Þá sagSi ég: — Þú segir mér engar nýjungar. Þetta vissi ég vel dSur. En ég veit líka aS GuSs blessa&i son■ ur hefur tekiS allar mínar syndir á sig, svo aS nú eru þœr ekki lengur mínar, heldur hans. Martin Lúther. 47

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.