Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 11
afturelding mín og sagði að sig langaði til að hitta mig. Við tókum tal saman og eftir stundarkorn sagði hann: „Bróðir Roberts, þú þarft að fá betri bíl, eða finnst þér það ekki?“ „Jú, ég þarf þess“, sagði ég. Þá sagði hann: „Komdu niður eftir í fyrra málið; ég þarf að tala við þig um það.“ Næsta morgun fór ég til hans og sá, að hann ók hlað- inni vörubifreið. Hann sagði við mig: „Bróðir Roberts, ég hef hlustað á þig prédika og ég hef trú á þér. Og ég álít, að boðberi fagnaðarerindisins eigi að hafa meiri trú en allir aðrir, því að það er ætlazt til þess af honum, að hann prédiki öðrum trúna. Hérna um daginn knúði það fast á mig, að ég skyldi hjálpa þér til að eignast nýjan bíl. Ég geri mér hugmynd um, að það mundi styrkja trú þína.“ Hann sagðist mundi geta selt minn bíl fyrir hæsta fáanlegt verð, en selt mér aftur nýjan bíl með gagnverði, og verðmunurinn mundi verða tiltölulega lítill. Hann skyldi sjá um kaupin, mér til hagræðis. Ég varð yfir mig glaður, og að aka nýja bílnum fannst mér vera svar við trú minni, þannig að loks væri trú mín orðin verkandi og að hún mundi koma miklu meiru til leiðar, en að færa mér nýjan bíl. Ég vissi nóg til að gera mér grein fyrir því, að maður getur ekki byggt trúarkenningu á aðeins einu versi í Biblí- unni, heldur yrði það að vera í samræmi við allt Guðs Orð og hafa alla Ritninguna á bak við sig. Ég varð 'mdrandi, þegar ég, við það að rannsaka betur Ritning- una, sá fjölda ritningarstaða líka III. Jóh. 2, sem allir sýndu og sönnuðu, að Guð er góður Guð. Það er ekki rúm fyrir það í þessari grein að skýra frá þeim út í æsar, en ég vil benda þér á að lesa nokkur af versunum, sem ég síðar meir fann í Biblíunni, sem gáfu mér ríkulegan grundvöll til að ýta úr vör í þjónustu minni í sambandi við biblíulegt frelsi. Nokkrir þeirra ritningarstaða eru • Post. 10;38, Jóh. 10,10, Lúk. 9, 1—6, Matt. 8, 5—13, og Jobsbók. Þeir eru margir fleiri, cn þessir ritningarstaðir urðu mér til blessunar öðrum fremur. Ein af þeim prédikunum, sem ég hélt og ein af þ'eim fyrstu, eftir að ég gerði áður nefnda uppgötvun, var: „Ef þú þarfnast lækningar, þá gerðu þessa hluti“, sem nú er beiti á bók minni um lækningar. Það varð afar mikill ár- ungur af þeirri prédikun, og ég flutti hana í fyrsta skipti fyrir tólf hundruð manns. Ein af prédikunarræðum mín- um var um þjáningar Jobs og lækning hans. Þessi ræða náði einnig miklum árangri meðal fólksins. Strax frá byrjun hjálpaði Guð mér til að prédika af krafti og mynd- ugleika. Ég steig upp í ræðustólinn, líkt og Jóþannes sbírari, með hinu forna ávarpi: „Greiðið veg Drottins." Ég prédikaði fyrir fólkinu til að auka skilning þess. % sagði fólkinu, að Guð væri góður Guð, og að hann væri ekki kominn til þess að þjá menn og hrjá, heldur til að lækna menn; ekki til þess, að þeir skyldu líða skort, heldur til þess að þeim vegnaði vel; ekki til að fella þá, heldur til að lyfta þeim upp; ekki til að fyrir- fara þeim, heldur til þess að frelsa þá. Ég gaf þeim ritningarorð til staðfestingar öllu því, sem ég sagði. Innan mánaðar prédikaði ég fyrir þrisvar til fjórum sinnum fleira fólki en áður hafði verið. — Eftir sex -mánuði fyrir jafnvel enn meiri fjölda. Þegar ár var liðið, voru áheyrendahóparnir orðnir svo stórir, að fá áheyr- endasvæði rúmuðu þá, og Drottinn leiddi mig til að kaupa stórt tjald, og eftir það höfum við þurft að fá tjald, sem rúmar átján þúsund manns í sætum. Oft er það þéttsetið og troðfullt. Nú í dag lít ég aftur í tímann til stundarinnar árla þess morguns, er ég í Enid í Oklahoma uppgötvaði 2. versið í þriðja Jóhannesarbréfi. Það, sem mér þá varð Ijós', get ég sannað út frá Ritningunni. Það er jafn raun- verulegt fyrir mér nú í dag eins og það var þá. III.Jóh.2. þýðir, að Guð er góður Guð og djöfullinn er vondur djöf- ull. Guð er algerlega góður og djöfullinn er að öllu illur. Það er engin illska til hjá Gúði og engin gæzka hjá djöflinum. Það góða kemur frá Guði. Hann hefur alltaf verið góð- ur. Hann er góður núna og hann mun alltaf vera góður. Það er cinfaldur en voldugur sannleikur. Jesús Kristur kom ekki til að stytta líf manna, heldur til að frelsa mannslíf. Hann vill, að menn geti ent út daga sína á þessari jörð, svo að þeir geti verið hans vitni. Hann vill, að við höfum sterka líkami og séum þróttmiklir í huga og sál. Hann vill gefa árangur af iðju handa vorra, til að gleðja okkur, og að við getum borið höfuðið hátt; og hann vill styrkja okkur til þeirra ábyrgðarstarfa, sem hann hefur falið okkur. Næst, þegar þú beygir kné til bænar, þá beindu sjón- um þínum til Guðs í þeirri trú, að hann sé góður Guð. Hann langar til að blessa þig; hann langar til að lækna þig, og hann langar til að gera þá hluti fyrir þig, sem eng- inn annar getur gert. Trúðu því, að hann langar til, að þú sért laus frá öllum illum áhrifum í lífinu. Ef þú ert faðir eða móðir og þú elskar börnin þín, þá mundu, að Guð elskar sín börn meira en við elskum okkar börn. Guð er góður Guð, og ég vildi óska, að ég gæti hrópað það út til fólksins gegn um tíu þúsund útvarpsstöðvar og þúsund sjónvarpsstöðvar — já, frá öllum útvarps- og sjónvarps- stöðvum veraldarinnar. Ég vildi geta sagt þetta hverjum manni, konu og barni á jörðinni. Ef ég gæti fengið fólk til að sjá, að Guð er góður Guð, þá veit ég, að fólk mundi trúa réttilega. Þúsundir og aftur þúsundir manns, já, milljónir mundu þá hljóta frelsi. Ég hef jiú þegar séð 43

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.